Hugur - 01.01.1995, Side 72

Hugur - 01.01.1995, Side 72
70 John R. Searle HUGUR tölva getur búið yfír séu nákvæmlega samskonar og hjá mönnum. Mér líkar vel hvað þessi fullyrðing er afdráttarlaus, og það eru svona fullyrðingar sem ég mun fjalla um. Ég mun færa rök fyrir því að forrituð tölva skilji, í bókstaflegri merkingu þess orðs, jafn mikið og bílar og samlagningarvélar, nefnilega alls ekki neitt. Skilningur tölvunnar er ekki bara lítilsháttar skilningur (eins og minn skilningur á þýsku); hann er núll. Snúum okkur nú að andmælunum: 1. Kerfisrökin (Berkeley). „Þótt það sé rétt að maðurinn sem er Iokaður inni í herberginu skilji ekki söguna, þá ber að hyggja að því áð hann er einungis hluti af stærra kerfi, og kerfíð skilur söguna. Maðurinn hefur stóra bók fyrir framan sig þar sem reglurnar eru skráðar, hann hefur rissblöð og blýant fyrir útreikninga og hann hefur „upplýsingabanka“ með kínverskum táknum. Það er því ekki verið að eigna einstaklingnum skilning, heldur öllu kerfínu sem hann er bara hluti af.“ Svar mitt við kerfiskenningunni er sáraeinfalt: Gerum ráð fyrir að maðurinn innbyrði alla þessa þætti kerfisins. Hann man reglurnar í bókinni og öll kínversku táknin, og hann gerir alla útreikninga í huganum. Maðurinn innbyrðir þannig gjörvallt kerfið, það er hreint ekkert við kerfið sem hann hefur ekki. Það má jafnvel kasta herberginu og gera ráð fyrir að hann sé á víðavangi. Og allt er við það sama, hann skilur enga kínversku og sama máli gegnir um kerfið því kerfið hefur ekkert umfram manninn. Ef hann skilur ekkert, þá er engin möguleiki á að kerfið skilji neitt, því kerfið er bara hluti af honum. I raun finnst mér hálf skammarlegt að svara kerfiskenningunni jafnvel á þennan hátt, mér virðist kenningin svo vonlaus frá upphafi. Hugmyndin er sú að þótt maðurinn skilji ekki kínversku, þá geti hann ásamt slatta af pappír skilið kínversku. Ekki er auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig einhverjum, sem ekki er blindaður af hugmynda- fræði, gæti yfirleitt fundist slík kenning sennileg. Og þó held ég að margir þeirra sem hafa ánetjast hugmyndaheimi róttækrar gervigreindar geti á endanum sagt eitthvað þessu líkt. Rekjum því málið ögn frekar. Ein útgáfa af þessari hugmynd gerir ráð fyrir því, að þótt maðurinn sem hefur innbyrt kerfið skilji ekki kínversku á sama hátt og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.