Hugur - 01.01.1995, Side 73

Hugur - 01.01.1995, Side 73
HUGUR Hugur, heili ogforrit 71 innfæddur kínverji (til dæmis vegna þess að hann veit ekki að sagan er um veitingastaði og hamborgara o.s.frv.), þá geti „maðurinn, sem formlegt táknvinnslukerfí“ raunverulega skilið kínverskuna. Undirkerfi mannsins sem er hið formlega táknvinnslukerfi fyrir kínversku ætti ekki að rugla saman við undirkerfið fyrir ensku. Svo það eru í raun tvö undirkerfi í manninum, eitt skilur ensku og hitt kínversku, og „málið er bara að kerfin tvö hafa lítið með hvort annað að gera“. En hér vil ég svara því til að kerfin tvö hafa ekki einasta lítið með hvort annað að gera, þau eru ekki hið minnsta lík. Undirkerfið sem skilur ensku (leyfum okkur að nota orðskrípi eins og „undirkerfi“ í bili) veit að sagan er um veitingastaði og hamborgaraát, það veit að spurt er um veitingastaði og það svarar spurningunum eins vel og það getur með hliðsjón af innihaldi sögunnar, o.s.frv. En kínverska kerfið veit ekkert af þessu. Á meðan enska undirkerfið veit að „hamborgari" vísar til hamborgara, veit kínverska undirkerfið aðeins að á eftir „squiggle squiggle“ kemur „squoggle squoggle“. Allt sem það veit er að margvísleg formleg tákn eru sett inn við annan endann, meðhöndluð samkvæmt reglum á ensku, og öðrum táknum er skilað út við hinn endann. Tilgangurinn með upphaflega dæminu var að færa rök fyrir því að svona táknavinnsla ein og sér geti ekki gert grein fyrir því hvað það er að skilja kínversku í neinum bókstaflegum skilningi, vegna þess að maðurinn gæti skrifað „squoggle squoggle“ á eftir „squiggle squiggle" án þess að skilja hið minnsta í kínversku. Og gegn þessum rökum gagnast engin undirkerfi innra með manninum, vegna þess að undirkerfin standa engu betur en upphaflegi maðurinn; þau búa ekki yfir neinu sem líkist hið minnsta því sem enskumælandi maður (eða undirkerfi) hefur. Eins og þessu var lýst er kínverska undirkerfið einfaldlega hluti af enska undirkerfinu — hluti sem fæst við merkingarlausa táknavinnslu eftir reglum á ensku. En hver skyldi upphaflegi hvatinn að kerfisrökunum vera; þ.e. hvaða sjálfstæðu rök eiga að vera fyrir því að maðurinn hafi undirkerfi sem skilji bókstaflega sögur á kínversku? Eftir því sem ég fæ best séð eru einu rökin þau að í dæminu fæ ég og skila því sama og innfæddur kínverji eða tölvuforrit. En tilgangurinn með þessum dæmum hefur einmitt verið að reyna að sýna að slíkt getur ekki verið nægjanleg forsenda skilnings, í sömu merkingu og ég skil sögur á ensku. Ástæðan er sú að einstaklingur, og þar með það safn undirkerfa sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.