Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 75
HUGUR
Hugur, heili og forrit
73
að skýra það. Ef róttæk gervigreind á að vera grein innan sálfræði
verður að vera hægt að greina á milli kerfa sem eru raunverulega
hugræn og þeirra sem eru það ekki. Það verður að vera hægt að greina
þau lögmál sem hugurinn vinnur eftir frá lögmálum sem óhugræn
kerfi vinna eftir; að öðrum kosti hefur róttæk gervigreind engar
skýringar á því hver sé kjarninn í hinu hugræna. Greinarmunurinn á
því sem er hugrænt og hinu sem er það ekki má ekki velta á geðþótta
hvers og eins heldur verður hann að vera innbyggður í kerfin. Annars
væri hverjum manni í lófa lagið að fara með fólk sem hugarlausa
hluti, en til dæmis fellibylji sem hugræna. í gervigreindarfræðum er
þessi greinarmunur alloft gerður svo óljós að til lengri tíma myndi
það grafa gjörsamlega undan gervigreind sem rannsókn á huganum.
Þannig hefur McCarthy til dæmis skrifað: „Það má segja um jafn
einfalt tæki og hitastilli að hann hafi skoðun, og að hafa skoðun
virðist vera einkenni flestra tækja sem geta leyst vandamál."8 Hver sá
sem telur að gervigreind geti talist kenning um hugann ætti að íhuga
þessa athugasemd. Okkur er ætlað að kyngja því eins og meiriháttar
uppgötvun gervigreindarfræða að málmkubbur sem hangir uppi á vegg
og er notaður til að stjórna hitastigi hafi skoðanir á nákvæmlega sama
hátt og við, konurnar okkar og börnin, og auk þess eiga „flest“ önnur
hversdagsleg tæki eins og sími, segulbandstæki, samlagningarvél,
sjálfvirkur slökkvari, einnig að hafa skoðanir í sama bókstaflega
skilningnum. Þessari grein er ekki ætlað að færa rök gegn hugmynd
McCarthys og því ætla ég einfaldlega að slá eftirfarandi fram, án
frekari rökstuðnings. Rannsókn á huganum hefst á staðreyndum eins
og þeim að manneskjur hafa skoðanir en hitastillir, sími og
samlagningarvél ekki. Ef kenning hafnar þessu, höfum við gagndæmi
við kenninguna og kenningin er röng. Maður fær á tilfinninguna að
fólk í gervigreindarfræðum sem skrifar svona hluti, haldi að það
komist upp með það vegna þess að það tekur þetta ekki alvarlega og
hugsar með sér að enginn annar geri það heldur. Ég legg til, í bili að
minnsta kosti, að þetta verði tekið alvarlega. Hugsið alvarlega um það
í smástund, hvað þyrfti að vera til staðar til að málmkubburinn á
veggnum hefði raunverulegar skoðanir, skoðanir sem réðust af
8 McCarthy, J. 1979. „Ascribing Mental Qualities to Machines." Pr. í M. Ringle,
ritstj., Philosophical Perspectives in Artificial Intelligence. Atlantic Higlands, N.J.,
Humanities Pr.