Hugur - 01.01.1995, Side 83
HUGUR
Hugur, heili ogforrit
81
Schanks, þá mætti koma sama forriti í Englending, vatnslagnir eða
tölvur og ekkert þeirra skildi kínversku, að forritinu ekki undanskildu.
Það sem skiptir máli við heilastarfsemina eru ekki formlegar
skuggamyndir taugaferlanna, heldur raunverulegir eiginleikar þessara
ferla. Öll þau rök sem ég hef séð fyrir róttækri gervigreind einblína á
að draga upp skuggamyndir vitsmunanna og halda því svo fram að
skuggarnir séu sjálfur raunveruleikinn.
Að endingu langar mig að draga fram nokkur heimspekileg atriði úr
umfjölluninni. Fyrir skýrleika sakir hef ég þetta í formi spurninga og
svara, og byrja á þessari gömlu lummu.
„Gæti vél hugsað?“
Svarið er augljóslega , já“. Við erum nákvæmlega slíkar vélar.
,Já, en gæti tilbúin vél, gerð af manna höndum, hugsað?"
Að því gefnu að mögulegt sé að setja saman vél með taugakerfi,
taugafrumum með þráðum og griplum, og öllu tilheyrandi sem sé
nægjanlega líkt okkar eigin, þá virðist svarið aftur augljóslega vera
,já“. Ef mögulegt er að gera nákvæma eftirmynd af orsökunum, ætti
líka að vera hægt að gera eftirmynd af áhrifunum. Og vissulega er sá
möguleiki fyrir hendi að hægt sé að framkalla meðvitund, íbyggni og
hvað sem vera skal með einhverjum öðrum efnasamböndum en þeim
sem finnast hjá mönnum. Eins og ég sagði þá er það eitthvað sem
gæti komið í ljós.
„Gott og vel, en gæti stafræn tölva hugsað?“
Ef við eigum við, með „stafrænni tölvu“, eitthvað sem má á
tilteknu stigi lýsa réttilega sem dæmi um tölvuforrit, þá er svarið
auðvitað „já“, þar sem við erum dæmi um ótal tölvuforrit, og við
getum hugsað.
„En gæti eitthvað hugsað, skilið o.s.frv. eingöngu í krafti þess að
vera tölva með rétta tegund forrits? Gæti tiltekið forrit, rétt forrit
auðvitað, eitt og sér verið nægjanlegt skilyrði skilnings?"
Þetta hygg ég að sé hin rétta spurning, þótt henni sé venjulega
ruglað saman við eina eða fleiri af þeim sem á undan komu - og
svarið er „nei“.
„Af hverju ekki?“
Vegna þess að formleg táknavinnsla ein og sér hefur enga fbyggni;
hún er algerlega merkingarlaus; hún er ekki einu sinni íd&nvinnsla,