Hugur - 01.01.1995, Page 88

Hugur - 01.01.1995, Page 88
86 John R. Searle HUGUR anda Descartes þar sem gert er ráð fyrir tvenns konar veruleika, en þó er hún kartesísk í því tilliti að samkvæmt henni hefur hið hugræna engin innri tengsl við raunverulega eiginleika heilans. Þessi tvíhyggja verður ekki ljós í gervigreindarfræðunum vegna þess að sífellt er verið að agnúast út í „tvíhyggju", en það sem mönnum virðist sjást yfir er að þeirra eigin afstaða gerir fyrirfram ráð fyrir róttækri tvíhyggju. „Gæti vél hugsað?“ Skoðun mín er sú að einungis vélar geti hugsað, en einungis mjög sérstakar vélar, nefnilega heilar og vélar með samskonar orsakabundna eiginleika. Og það er meginástæðan fyrir því að róttæk gervigreind hefur haft lítið um hugsun að segja, því hún hefur ekkert að segja um vélar. Samkvæmt eigin skilgreiningu fjallar róttæk gervigreind um forrit, og forrit eru ekki vélar. Hvað svo sem íbyggni kann að vera, þá er hún líffræðilegt fyrirbæri, og það er eins víst að hún velti jafn stranglega á lifefnafræðilegum þáttum og mjólkurmyndun, ljóstillífun eða hvaða líffræðilegt ferli sem er. Engum dytti í hug að framleiða mjólk eða sykur með því að keyra tölvulíkan af formlegum ferlum í mjólkurmyndun eða ljóstillífun, en þegar hugurinn er annars vegar eru margir tilbúnir að trúa á slíkt kraftaverk vegna þess hvað rætur tvíhyggjunnar liggja djúpt: Menn gera ráð fyrir að það sem máli skipti um hugann séu formleg ferli sem eru óháð tilteknum efnislegum orsökum, en öðru máli gegni um mjólk og sykur. Til varnar þessari tvíhyggju er sú von oft látin í ljósi að heilinn sé stafræn tölva (fyrstu tölvurnar voru reyndar oft kallaðar „rafmagns- heilar“). En það stoðar lítt. Auðvitað er heilinn stafræn tölva, því allt er stafræn tölva, einnig heilar. Málið er hins vegar að orsakabundnir hæfileikar heilans til að framleiða íbyggni geta ekki verið fólgnir í því að keyra tölvuforrit, því hvaða forrit sem er má keyra án þess að neins konar hugarástand komi til. Hvað svo sem heilinn gerir til að framleiða íbyggni, þá getur ekki verið að hann keyri forrit til þess, því ekkert forrit er eitt og sér nægjanleg forsenda fbyggni.13 Ólafur Páll Jónsson þýddi 13 Ég stend í þakkarskuld við ansi marga fyrir að rökræða þessi efni við mig og fyrir þolinmóðar tilraunir þeirra til að sigrast á fáfræði minni um gervigreind. Ég vil sérstaklega þakka Ned Block, Hubert Dreyfus, John Haugeland, Roger Schank, Robert Wilensky og Terry Winograd.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.