Hugur - 01.01.1995, Page 95

Hugur - 01.01.1995, Page 95
HUGUR Vélmenni 93 fyrir hvert mögulegt inntak er eitt og aðeins eitt úttak. Sem dæmi um fall má nefna annað veldi. Ef við setjum töluna 2 inn þá kemur talan 4 út og ef við setjum 3 inn þá kemur 9 út o.s.fr. Annað dæmi er fall sem tekur við orði og skilar orðinu „rétt“ ef það er rétt stafsett íslenskt orð og orðinu „rangt“ ef svo er ekki. Að fall sé reiknanlegt þýðir að hægt sé orða endanlega og nákvæma aðferð til að finna hvaða úttaki það skilar fyrir hvert mögulegt inntak. Föllin sem ég tók sem dæmi eru bæði reiknanleg. En ekki eru öll föll reiknanleg. Fallið sem tekur við setningu og skilar orðinu „satt“ ef hún er sönn og orðinu „ósatt“ ef hún er ósönn, er til dæmis ekki reiknanlegt, því það er ekki til nein endanleg og nákvæm aðferð til að komast að sannleikanum í öllum málum. Endanlegar og nákvæmar aðferðir til að vinna með tákn eru stundum kallaðar algóriþmar eða algrím. Fyrir hvert reiknanlegt fall eru til margir algóriþmar. Það eru til dæmis til margar aðferðir til að reikna annað veldi. Hverjum algóriþma samsvarar hins vegar bara eitt reiknanlegt fall. Vél sem getur reiknað öll reiknanleg föll getur unnið öll verk sem hægt er að vinna eftir algóriþma. Það ætti nú að vera ljóst að vél sem getur reiknað öll reiknanleg föll getur gert ótal margt annað en að vinna venjulegan talnareikning. Hún getur unnið öll verk sem hægt er að vinna með því að beita endanlegum og nákvæmum aðferðum á tákn. Þar sem tölva getur reiknað öll reiknanleg föll getur hún til dæmis teflt skák, því skák er í því fólgin að möndla með tákn eftir aðferð eða reglu. Að vísu getur engin tölva teflt hina fullkomnu skák því aðferðin til þess er svo löng að það tæki jafnvel hraðvirkustu tölvu meira en milljón ár að ákveða hvern leik. Þegar sagt er að tölva geti reiknað öll reiknanleg föll þá verður að hafa þann fyrirvara á að sum föll er svo seinlegt að reikna að engin vél mundi endast til þess. Það að tölvur geti möndlað með tákn á alla mögulega vegu þýðir ekki að þær geti gert hvað sem er. Það er til dæmis ekki víst að þær geti leikið körfubolta, því körfubolti er ekki í því fólginn að vinna með tákn. Hér er mikill munur á körfubolta og skák. Tölva sem keyrir skákforrit teflir raunverulega skák. Það eru til tölvuleikir sem herma eftir körfubolta en þeir láta tölvu ekki leika raunverulegan körfubolta. Taflmennirnir og reitirnir á skákborðinu eru tákn en körfuboltinn, körfuboltahringirnir og leikvöllurinn ekki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.