Hugur - 01.01.1995, Page 101

Hugur - 01.01.1995, Page 101
HUGUR Vélmenni 99 hljóti að gilda um starfsemi hans. Hvort sem þessi lögmál kveða á um stafræna vinnu með tákn eða eitthvað annað þá hljóti að vera hægt að smíða forrit sem líkir eftir þeim, lætur tölvu einfaldlega vinna eins og heilinn. Hér er margs að gæta. Það er ekkert einfalt mál að gera grein fyrir því hvenær tveir hlutir vinna eins. Hvað merkir það þegar við segjum að tveir hlutir, t.d. tvær vélar vinni eins eða fylgi sömu aðferð? Getum við til dæmis sagt að gamaldags reiknivél úr tannhjólum og nútíma rafmagnsreiknivél vinni eins? Við vitum að reiknivélarnar reikna sömu föll. En fara þær eins að því? Það er vandalaust að setja fram samsemdarmið um föll, þ.e. reglu um hvenær fall sem við köllum a og fall sem við köllum b eru sama fallið.15 Hins vegar er þrautin þyngri að setja fram samsemdarmið um aðferðir. Eftir því sem ég kemst næst er ómögulegt að setja fram samsemdarmið um aðferðir sem ekki er afstætt við hvernig aðferðunum er lýst.16 Þetta má skýra með dæmi: Hugsum okkur tvö vélmenni, annað á hjólum og hitt með fætur. Hugsum okkur að vélmennin séu forritanleg á æðra forritunarmáli sem meðal annars hefur grunnaðgerðirnar áfram gakk og hægri snú þannig að sé þeim skipað áfram gakk 10, hœgri snú 45 þá gangi þau 10 metra áfram og beygi svo um 45 gráður til hægri. Nú getum við matað bæði vélmennin á sömu rununni af áfram gakk og hægri snú skipunum með þeim afleiðingum að þau ganga bæði sams konar krókaleið og miðað við þessar grunnskipanir getum við sagt að vélmennin fylgi sömu aðferð. Áður en vélmennin framkvæma skipanirnar áfram gakk og hœgri snú þýða þau þær á vélamál sem hafa einfaldari grunnaðgerðir. Annað vélmennið þýðir skipunina áfram gakk 10 yfír í skipanir sem merkja snúa öllum hjólum 10 hringi og hitt yfir í einhverjar fótahreyfíngar. Þegar búið er að orða aðferðirnar á vélamálunum eru þær ekki lengur sömu aðferðir, enda blasir það við að þessi tvö vélmenni nota ekki 15 a og b eru sama fall ef þau hafa sama grunnmengi G og (x)(x er stak í G -> a(x) = b(x)) 16 Hér kunna algóriþmar eins og tölvufræðin fjallar um, þ.e. aðferðir til að vinna með tákn, þó að vera undanskildir. Ég hef ekki neitt algilt samsemdarmið um algóriþma á takteinum en ég sé ekki að tilvera þess sé á neinn hátt útilokuð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.