Hugur - 01.01.1995, Page 104

Hugur - 01.01.1995, Page 104
102 Atli Harðarson HUGUR hversdagsmálsins og rafmagnsfræðinnar. Það er hægt að lýsa hegðun vélarinnar með orðalagi hugbúnaðarfræða og tala um breytur, gagnaform, algóriþma, undirforrit og því um líkt. Með þessum hugtökum er hægt að útskýra hegðun tölvu fullkomlega, að minnsta kosti ef vélbúnaðurinn virkar rétt. Það er til dæmis hægt að útskýra hvers vegna hún velur þennan leik frekar en hinn ef hún er að tefla skák og slík útskýring er trúlega aðeins möguleg með hugtökum á þessu milliplani. Eins og flestir talsmenn gervigreindarfræða álítur Daniel Dennett að til sé eitthvert ámóta millistig fyrir mannshugann eins og fyrir tölvuna. Það sé hægt að lýsa hugarstarfi manna með hugtökum sem eru einhvern veginn á milli hversdagsmáls og lífeðlisfræði og með þeim hugtökum megi útskýra hvernig mannshugurinn virkar. Ýmsir andmælendur gervigreindarfræði og hugfræði efast hins vegar um að þetta millistig sé til. * Talsmenn gervigreindarfræða væna andstæðinga sína stundum um dultrú eða hindurvitni. En það þarf enga dultrú til að efast um möguleikana á að gæða tölvur viti og skilningi. Forsendur slíks efa geta í fyrsta lagi verið kenningar í þá veru að milliplan eins og hér hefur verið rætt um sé ekki til. Ef til vill má svara svona mótbárum með því að benda á að sé ekki til neitt milliplan þá sé alltént hægt að búa til hermilíkan af starfsemi taugafrumanna, eða smíða tauganet sem samsvarar mannsheila, og fanga þannig allt eðli hugsunarinnar. Ef menn geta orðað reglur sem taugafrumurnar fylgja þá er fræðilega mögulegt að herma eftir þeim þótt trúlega takist seint að búa til hermilíkan eða tauganet sem líkir í senn eftir öllum þeim þúsundum milljóna taugafruma sem mannsheilinn er samsettur úr.18 En við 18 Talið er að ( mannsheila séu um það bil ÍO1^ frumur og þar af um 10* 1 taugafrumur sem tengjast í net með um það bil 101-<’ taugamót. Hraðvirkar tölvur afkasta um 10^ einföldum aðgerðum á sekúndu eða um það bil 100 sinnum minna en miðtaugakerfi býflugu. - Með þeirri tækni sem nú er til vantar mikið á að hægt sé að smíða tölvu sem forrita má til að herma eftir hverri taugafrumu í miðtaugakerfi manna og væntanlega er langt þangað til tæknin kemst á það stig að þetta verði hægt þó ekki sé vegna annars en þess að rafeindabúnaður tölvu er um 100 milljón sinnum orkufrekari en heilafrumumar í okkur. Tölvur eyða um 10'^ joule á hverja einfalda aðgerð en miðtaugakerfið um 10'^ joule. (Sjá Churchland & Sejnowski 1992 bls. 9.)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.