Hugur - 01.01.1995, Page 105

Hugur - 01.01.1995, Page 105
HUGUR Vélmenni 103 megum ekki gleyma því að um slíkt líkan mætti spyrja að hvaða leyti það liki eftir taugafrumunum. Svarið við þessari spurningu getur aldrei verið: Að öllu leyti. Það er mögulegt að hugsun sé eins og fluga þannig að ekkert hermilíkan geti fangað allt eðli hennar án þess að samsvara „sálfræðilegum og líffræðilegum veruleika alveg niður úr“.19 Að svo miklu leyti sem mannlegu hugarstarfi er á þennan veg háttað getur sálfræði aldrei orðið annað en framlenging á líffræði og lífeðlisfræði. f öðru lagi geta efasemdir um kenningar Turings byggt á þeirri skoðun að skilningur og hugsun séu eiginleikar sem ekki er hægt að höndla með hermilfkani af hugsun neitt frekar en forrit sem hermir eftir slagveðri getur gert okkur rennblaut og feykt okkur um koll. Regn og vindar eru ekki hlutir af því tagi sem spretta fram við keyrslu forrits. Ef til vill má færa einhver rök fyrir því að hugsun og skilningur séu að þessu leyti eins og höfuðskepnurnar vatn og loft.2® Mér vitanlega hefur það ekki verið gert og mér þykir ekki trúlegt að það sé hægt. Þessar tvenns konar efasemdir gera ráð fyrir því að hugsun og skilningur séu á einhvern hátt bundin við efnafræðilega og eðlisfræðilega eiginleika taugakerfisins. Eftir því sem best er vitað veltur hugarstarf þó mest á boðskiptum milli taugafruma sem hægt er að láta rásir úr öðru efni líkja eftir. Þriðju forsendurnar fyrir efasemdum um að hægt sé að gæða tölvur viti eða skilningi gætu verið rök gegn því að hugsun og skilningur hafi neitt eðli sem hægt er að höndla með lýsingum á grunnaðgerðum og hegðunarreglum sem lýsa heilastarfsemi einstaklinga. Slík rök gætu til dæmis vísað til þess að hugsun og skilningur eru afsprengi mannlegra samskipta og það er því mögulegt að ekkert sem gerist 19 í lokakafla Penrose 1989 setur stærðfræðingurinn Roger Penrose fram þá tilgátu að sumir þættir ( hugarstarfi manna velti á skammtafræðilegum eiginleikum efnisins ( heilanum og að þessir eiginleikar geri heilastarfsemina óútreiknanlega í ströngum skilningi þannig að útilokað sé að tölva eða Turingvél l(ki eftir henni. Ýmsir aðrir hafa gælt við svipaðar hugmyndir um að skýringa á æðra hugarstarfi sé að leita innan um leyndardóma öreindanna í lítt mótuðum viðbótum við skammtafræðína, sjá t.d. Hameroff 1994 og Nunn, Clarke og Blott 1994. Ég held að ekki sé á neinn hallað þótt ég segi að kenningar í þessum dúr byggist á einum saman vangaveltum og styðjist ekki við önnur rök en þau að furðuleg fyritbæri hljóti að eiga sér langsóttar skýringar. 20 Searle virðist hallast að kenningum í þessum dúr. Sjá Searle 1980 og 1984.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.