Hugur - 01.01.1995, Page 118
116
Jörgen Pind
HUGUR
símaskiptiborði,“ sem hann varpaði fram í grein rétt eftir lok síðari
heimsstyrjaldarinnar.
Tilkoma tölvunnar, sem virtist vera fær um að leysa margvísleg
verkefni sem áður var talið að yrðu ekki leyst án vitsmuna, hefur
orðið mörgum fræðimanninum hvatning til samlíkingar hugar og
tölvu. Einna fyrstur til að velta þessum möguleika fyrir sér var breski
stærðfræðingurinn Alan Turing eins og rakið er í grein Atla
Harðarsonar í þessu hefti Hugar.
Turing (1950) hafði nokkra sérstöðu í viðhorfi sínu til samlíkingar
hugar og tölvu því að hann einblíndi fyrst og fremst á samlíkingu
hugbúnaðar og hugarstarfsemi frekar en samlíkingu vélbúnaðar og
heilastarfsemi. Þessi samlíking átti upphaflega ekki miklu fylgi að
fagna því flestum var samlíking tölvu og heila tamari eins og ráða má
af því að á fyrstu dögum tölvunnar voru þær gjarnan nefndar
,jafheilar“.
Ungverski stærðfræðingurinn John von Neumann gerði þá
samlíkingu að sérstöku umfjöllunarefni í þekktri bók The Computer
and the Brain (von Neumann 1958). Þar vekur hann athygli á því að
taugafrumur hegða sér á svipaðan hátt og stafrænar rásir, annað hvort
senda þær boð eða ekki, og því megi réttilega lýsa heilanum, a.m.k.
við fyrstu sýn, sem stafrœnu líffæri. Eitt af því sem hægt er að áætla
fyrir stafrænt líffæri (með hliðsjón af kennisetningum upplýsinga-
fræðinnar) er rýmd líffærisins, hversu miklar upplýsingar það getur
rúmað. John von Neuman áætlaði að í heilanum væru 10*0 frumur
og að hver þeirra gæti flutt um 14 taugaboð á sekúndu (lágmarkstími
fyrir hvert taugaboð er um 70 þúsundustu úr sekúndu). Þá má áætla
heildarflagið sem 14 x 1010 bita á sekúndu. Sé enn fremur gert ráð
fyrir engri gleymsku í heilanum, sem von Neumann taldi allar líkur á,
og að meðalmannsævi sé 60 ár (2 x 109 sekúndur) þá er auðvelt að
áætla heildarumfang þeirra upplýsinga sem mannsheilinn meðtekur að
meðaltali á einni mannsævi, 14 x 1010 x 2 x 109 = 2,8 x 1020 bitar.
Þetta þótti von Neumann nokkuð há tala og hæfilega miklu hærri
en tölvutæknin þá réði við. En nú hefur tölvutækninni fleygt fram.
1020 bitar jafngilda 1,25 x 1010 bætum eða 102 gígabætum (tíu
milljónum gígabæta). Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta þó
kannski ekki svo há tala, því nú fást diskar er rúma 1 gígabæti í
venjulega heimilistölvu.