Hugur - 01.01.1995, Page 120
118
Jörgen Pind
HUGUR
Rœtur gervigreindar
Áhugamönnum um sögu gervigreindar ber almennt saman um að rekja
megi upphaf greinarinnar til ráðstefnu sem haldin var sumarið 1956
við Dartmouth-háskólann í Bandaríkjunum (McCorduck 1979; Gardner
1987; Crevier 1993). Aðalhvatamenn Dartmouth-ráðstefnunnar voru
þeir John McCarthy og Marvin Minsky. Auk þeirra voru þar aðrir
sem taldir voru líklegir til að geta lagt eitthvað af mörkum við mótun
greinarinnar. Þeir reyndust ekki margir, þátttakendur fylltu rétt tuginn.
Einn þeirra var Oliver Selfridge sem hafði gert merkar tilraunir til þess
að lesa rithönd með vélrænum hætti og þannig skilgreint mörg af
þeim vandamálum sem vélræn mynsturgreining (pattern recognitiorí)
varð að glíma við (Selfridge (1958), sbr. einnig Neisser (1967)).
Mesta athygli vakti þó framlag Herberts Simons og Allans Newells
sem komu frá RAND-rannsóknastofnuninni í Kaliforníu, því þeir
höfðu einir þátttakenda í farteskinu tilbúið „skynugt forrit“, forrit sem
gat leitt út sannanir í rökfræði og stærðfræði. Nafn forritsins,
Rökfrœðingurinn (Logic theorist), var heldur ekki valið af neinni
hógværð.
Þáttur Newells og Simons
Rannsóknir Newells og Simons hafa haft gagnger áhrif á þróun
gervigreindar á undanförnum árum og þá ekki síður á þróun
hugfræðinnar. Það vekur í raun nokkra furðu því hvorugur þeirra er
menntaður sálfræðingur. Áður en áhugi Simons vaknaði á hugfræði
hafði hann unnið merkt brautryðjendastarf í stjórnunarfræðum sem átti
síðar eftir að færa honum Nóbelsverðlaunin í hagfræði (1978). Simon
var prófessor í hagfræði við stjórnunardeild Carnegie Technical
University í Pittsburgh þegar leiðir hans og Newells lágu saman við
fyrrgreinda RAND-stofnun í Kaliforníu. Newell, sem hafði horfið frá
stærðfræðinámi, glímdi þar við að búa til hermi af heilli flugstöð
fyrir bandaríska flugherinn. Eins og Simon (1991) lýsir því í
sjálfsævisögu sinni var það einkum aðferð Newells, og samstarfs-
manns hans John Shaws, við að nota tölvu til að draga á skjá
eftirhermur radarmynda sem vakti athygli hans á því að nota mætti
tölvur til hvers kyns táknunar, ekki bara til þess að meðhöndla tölur.
Ur þessum jarðvegi spratt síðan sú hugmynd að nota mætti tölvurnar