Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 121
HUGUR
Jörgen Pind
119
til þess að herma eftir hvers kyns flóknum ferlum, þ.á m. mannlegri
hugsun. Þetta mun hafa verið árið 1954. Á RAND-stofnuninni tóku
svo þeir þremenningar höndum saman við gerð skynugra forrita.
Fyrst sneru Newell, Shaw og Simon sér að skákforritun. Þeir ráku
sig hins vegar fljótlega á að stöðumat í skák er býsna flókið fyrirbæri.
Einkum vafðist fyrir þeim með hvaða hætti mætti forrita „skynjun“
skákmanna á stöðum. Af þessu sést hvaða áherslu Newell og Simon
lögðu á samsvörun forrita og mannlegrar hegðunar, í þessu tilviki
skákmeistara. Vegna þessara vandkvæða beindist áhugi þeirra fljótt að
„hreinum“ hugarferlum, áþekkum þeim sem beitt er við rökhugsun.
Fyrir valinu varð höfuðrit Russells og Whiteheads Principia Mathe-
matica og einsettu þeir sér að útbúa forrit er gæti leitt út a.m.k. sumar
þær sannanir sem er að fínna í því riti. Við forritunina beittu þeir
þeirri aðferð að Simon leiddi út sannanirnar, þrep fyrir þrep, og
Newell og Shaw forrituðu. Newell og Shaw þurftu reyndar að leysa
margvísleg vandamál varðandi forritunina sem snertu ekki
Rökfrœðinginn sem slíkan, heldur hvers kyns táknræna forritun (lista-
forritun, sem þá var algerlega ókannað svið innan tölvufræðinnar).
Það var svo í ágúst árið 1956 sem fyrsta sönnunin birtist á prentara
tölvunnar. Simon sendi Bertrand Russell sönnunina um hæl og
Russell svaraði:
Ég er himinlifandi að frétta að Principiu Mathematicu sé nú hægt að
framkvæma með vélum. Ég vildi að við Whitehead hefðum vitað af
þessum möguleika áður en við sóuðum 10 árum í að reikna þetta f
höndunum. Ég er fyllilega tilbúinn til að trúa því að allt í
afleiðslurökfræði megi framkvæma með vélum (Simon 1991, bls.
208).
Rökfrœðingnum tókst að sanna 38 af fyrstu 52 setningunum í
öðrum kafla Principiu Mathematicu.
En Simon taldi reyndar að þeir félagar hefðu afrekað snöggtum
meira en að sýna fram á að hægt væri að leiða út sannanir í rökffæði
með vélrænum hætti. Og hann heldur enn fast við þá skoðun:
Hægt er að orða þetta á tæknilegri og jafnframt sjálfshælnari hátt.
Við fundum upp forrit sem gat hugsað með táknum og leystum þar
með hina æruverðugu gátu um samband hugar og líkama, skýrðum
hvemig efnislegt kerfi getur haft eiginleika hugar (Simon 1991, bls.
190).