Hugur - 01.01.1995, Page 129
HUGUR
Jörgen Pind
127
blaðabunkann sem ég fékk í hendur „handrit", annan bunkann
„sögu“, blöðin sem berast mér inn um rifuna nefna þeir „spurningar"
og blöðin sem ég sendi þeim til baka kalla þeir „svör“. Og leitum
við aðstoðar einhvers sem er læs á kfnversku gæti hann sagt okkur
að úr „sögublöðunum“ mætti lesa „Jón fór á hamborgarastað.
Hamborgarinn hans var viðbrenndur svo hann yfirgaf staðinn án
þess að borga“, en úr fyrstu spurningunni „Borðaði Jón ham-
borgarann?" og úr fyrsta svarinu, „Nei“.
Hér hefur Searle haft endaskipti á sambandi manns og tölvu í
gervigreindarrannsóknum, hér er það maðurinn sem leikur tölvu, sem
leikur mann. Hvað segir þessi saga okkur? Jú, segir Searle hún leiðir í
ljós að tölva sem fylgir forskrift getur aldrei öðlast skilning í
bókstaflegri merkingu þess orðs. „Mér tókst að leika hlutverk
tölvunnar óaðfinnanlega en það er dagljóst að ég skildi ekki hvað fram
fór. Eg gat að vísu meðhöndlað táknin rétt, fylgt forskriftinni og
leikið hlutverk tölvunnar af stakri prýði. En ég skildi ekki
ktnverskuna, hvorki spurningarnar né svörin. Fyrir mér var þetta
merkingarlaus meðhöndlun tákna.“ Skilningur felur í sér það sem
Searle nefnir íbyggni, við skiljum mál af því að við vitum að orð og
setningar í málinu eru um eitthvað, ekki bara formleg tákn. En geta
vélar þá ekki hugsað? Öðru nær segir Searle, aðeins vélar geta hugsað,
en nánar tiltekið einvörðungu þær vélar sem búa yftr íbyggni, eru
gerðar úr taugafrumum og öðru því sem myndar heila manna og dýra.
Hugsanlega geti jafnvel tölvur hugsað en ekki ef allt og sumt sem
þær gera er að fylgja formlegri forskrift. Slíkar vélar geta ekki hugsað
því þær skortir íbyggni.
Víkur þá sögunni aftur að þeim félögum Newell, Shaw og Simon.
Eins og fyrr segir þurftu Newell og Shaw að glíma við margvísleg
tæknileg vandamál við forritun Rökfrœðingsins, ekki síst við þróun
svonefndrar listaforritunar. Af þessum sökum drógst að forritið yrði
nothæft. Simon og Newell létu það ekki aftra sér frá því að prófa
forritið, og gerðu það með þeim skemmtilega hætti sem Simon lýsir
í sjálfsævisögu sinni:
Meðan við biðum eftir að forritun Rökfrœðingsins lyki skrifuðum
við A1 [Newell] reglur einstakra forritshluta (undirforrita) á spjöld á
ensku. Einnig útbjuggum við spjöld er greindu frá því sem varðveitt
var í einstökum minniseiningum (kennisetningar rökfræðinnar). Eitt
myrkt vetrarkvöld í janúar 1956 kölluðum við saman eiginkonu