Hugur - 01.01.1995, Qupperneq 136
HUGUR 7. ÁR, 1994-1995
s. 134-149
Mikael M. Karlsson
Hugsum við með heilanum?
i
Hugsum við með heilanum?1 Ef svarað er játandi hvað leiðir af því?
Getum við til dæmis ályktað að hugsunin eigi sér stað í heilanum?
Eða að hún sé ekkert umfram starfsemi heilans? Má setja samasem-
merki milli hugsunar og heilastarfsemi?
í umfjöllun minni um þessar spurningar mun ég ekki nota orðið
„heili“ aðeins um heilann sjálfan og hluta hans heldur einnig um
miðtaugakerfíð í heild. Stundum vísar hugtakið „hugsun“ og sögnin
„að hugsa“ til hugarstarfsemi sem felur ekki aðeins í sér hugsun
heldur einnig skynjun, hugarflug og því um líkt. Það er hugar-
starfsemi almennt, en ekki aðeins það afbrigði hennar sem við
köllum „að hugsa“ í ströngum skilningi, sem athygli mín beinist að.
II
Hvers vegna göngum við út frá því, sem ég ætla að flest okkar geri,
að við hugsum með heilum okkar? Trúlega er hugmynd okkar
eitthvað á þessa leið: Þegar við hugsum er heilinn virkur og virkni
1 Innblástur þessarar ritgerðar kemur frá ritgerð Peters Geach, „What Do We
Think With?“, sem prentuð er í God and Ihe Soul (London: Routledge & Kegan
Paul, 1969), bls. 30-41. f þeirri ritgerð er varpað fram mjög áhugaverðri
spumingu en að mínum dómi valda svörin vonbrigðum. í minni ritgerð reyni ég
að orða sumt af því sem ég tel að Geach hefði átt að segja. Reyndar orðaði
Geach sum þessara atriða á einn eða annan hátt og í heild ero viðhorf okkar
nokkuð svipuð, enda erum við báðir ákafir fylgjendur Aristótelesar. Hér vil ég
þakka Magnúsi Kristjánssyni, Sigurði J. Grétarssyni, Magnúsi Stephensen,
Haraldi Ingólfssyni, Helenu Jónsdóttur, Vigfúsi Eiríkssyni og einkum og sér í lagi
Þorsteini Gylfasyni fyrir að hafa lesið yfir ritgerðina í handriti og gert skarpar og
hjálplegar athugasemdir. Góður vinur minn Jóhann Axelsson nýtur þó sérstöðu
meðal samstarfsaðila minna ( þessari ritsmíð—hann hefur verið mér til ómetan-
legs fulltingis við öll heilabrotin. Hafi ég hugsað og skrifað um þetta efni með
einhveijum heila þá er það hcila Jóhanns jafnt og mínum eigin. Vinstra heilahve!
hans hefur að minsta kosti reynst mér sérstaklega vel í því að koma þessari
tilraun um heilann og hugann frá mér á (slensku. Ritgcrðina tileinka ég Jóhanni
og Þóri Kr. Þórðarsyni, sameiginlegum vini okkar og starfsfélaga sem nú er sárt
saknað, en hann lést þann 26. febrúar 1995.