Hugur - 01.01.1995, Page 138
136
Mikael M. Karlsson
HUGUR
með tilteknum hætti—er milliliðalaus afurð fótavirkni. Af þessum
sökum getum við sagt að við hlaupum með því að hreyfa fæturna.
Með öðrum orðum eru fótleggirnir þau líffæri sem með virkni sinni
framkvæma hlaupið; hreyfingar þeirra knýja líkamann áfram í
rýminu; og við sjáum þetta með eigin augum.6
Það þarf að uppfylla frekari skilyrði en það að vera nánasti gerandi
einhverrar starfsemi til þess að teljast verkfæri eða líffæri hennar;7 8 en
í bili látum við okkur nægja að ræða nánar það skilyrði sem þegar er
nefnt. Að því gefnu sjáum við að það að nefna eitthvað líffœri, eða
segja að við framkvæmum eitthvað með því, felur í sér miklu meira
en að við notum það við framkvæmdina.
IV
Við notum heilann og ýmsar taugar við hlaup, en það hvarflar ekki
að okkur að hugsa um þau sem líffæri hlaupa eða hreyfingar úr stað.
Við hlaupum ekki með þeim. Það sem er átt við með því að segja að
við notum þau við hlaup er að þessi líffæri taka þátt í—gegna
ákveðnu hlutverki—í heildarhlaupaferlinu: Ferli sem leiðir til þess að
fótleggirnir knýja líkamann áfram með vissum hætti. Þegar við
hlaupum verða þessi líffæri að vera virk á þann veg sem gagnast
hlaupi og eru nauðsynleg svo af hlaupi verði.^
Núverandi staða þekkingar í lífeðlisfræði heimilar okkur að álykta
að við notum heila okkar við hugsun, tilfinningu og skynjun.
Reyndar heimilar hún nákvæmari ályktanir, til að mynda þá að við
notum ákveðin svæði sjónbarkar þegar við greinum liti. Okkur er
unnt að draga slíkar ályktanir vegna þess að ákveðin heilastarfsemi
virðist ekki einasta nauðsynleg heldur er hún einnig hluti af
hugsunar-, tilfinninga- og skynjunarferlinu. En ályktun þess eðlis
jafgildir ekki þeirri niðurstöðu—sem er mun sterkari—að við
hugsum með heilunum.
6 Fylgjendur Humes gætu andmælt á þeim forsendum að það sem mestu máli skipti,
nefnilega orsakahlutverk fótahreyfingar sem knýjandi afls í hreyfingu líkamans,
sé ekki sjáanlegt, heldur fremur ályktað eða ávarpað. Hér er ekki tóm til að
fjalla um þetta atriði; hugmyndinni um að „sjá fætuma knýja líkamann," eins og
hún er notuö hér, er ekki ætlað afgerandi hlutverk.
7 Til dæmis verðum við að skoða starfsemi þess í samhengi líffærakerfis eða
lífveru.
8 Þetta er ekki ströng nauðsyn; gera verður ráð fyrir að einhverjum þáttum
ferlisins sé skipt út í stað jafngildra þátta.