Hugur - 01.01.1995, Page 142
140
Mikael M. Karlsson
HUGUR
VI
Ekki verður heldur sagt að við elskum með heilanum eða munum
með honum. Því það að elska einhvern er að mynda og varðveita
ákveðna afstöðu til manneskju16 sem vekur með okkur þessa afstöðu
(samanber orðalagið „að vera hrifinn af henni“). Einstaklingur sá sem
ástarinnar nýtur verður að búa yfir eiginleikum sem vekja eitthvað
með okkur17 og til þess að við getum brugðist við þeim verða þeir
að ná vitund okkar. Það tekst þeim gegnum skynjun af einhverju
tagi.18 Ef ekki er til persóna sem vekur þessa afstöðu með okkur
með því (meðvitað eða ómeðvitað, beint eða óbeint, ljóst eða óljóst)
að senda okkur einhver boð, er útilokað að við elskum. Að til sé
persóna sem blæs okkur ást í brjóst með þessum hætti er nauðsynleg
forsenda þeirra viðskipta „að elska einhvern“; sú persóna sem ástar
nýtur er hér ómissandi samstarfsaðili nákvæmlega á sama hátt og
sjáanlegur hlutur reyndist ómissandi samstarfsaðili í sjónskynjun.
Segja má að það að minnast einhvers sé að skoða að nýju liðna
atburði sem við skynjuðum áður fyrr. Og líkt og í fyrri dæmum,
hinum sjáanlega hlut og elskaða einstaklingi, þá er hið liðna
samstarfsaðili munandans þá hann minnist. Hafi ekki eitthvað í
fortíðinni með einhverjum hætti náð athygli okkar er engin leið að
við minnast þess. Og ekki er þvi um að kenna að við leggjum ekki
nógu hart að okkur, heldur hinu, að það að minnast einhvers eru
viðskipti af því tagi að samvinna liðinna atburða er ómissandi.
Heilinn getur ekki af sjálfum sér skapað ást eða minningar. Til þess
þarf hann samstarf hinnar elskuðu1^ og hins liðna. Við notum heila
okkar til ásta og við að minnast einhvers, en heilinn er hvorki líffæri
ástarinnar né minnisins.
Jafnvel það að hugsa, sem kann að virðast eitthvað sem við gerum
algjörlega upp á eigin spýtur, er þegar öll kurl eru komin til grafar
svar við vanda sem við vorum Ieidd í. Á það jafnt við þegar við erum
að hugsa upp snjallan mótleik í skák, eða hvernig við komumst
16 Ef til vill getum við elskað verur sem ekki eru manneskjur; ég held mig við
eðlilegasta dæmið til einföldunar.
17 Þetta eru ekki nauðsynlega þeir eiginleikar sem við teljum okkur vera að
bregðast við!
18 Þetta ferli getur verið mjög óbeint þegar um ást er að ræða. Til dæmis gæti
einhver fellt ástarhug til mín eftir að hafa lesið ljóð sem ég orti.
19 Hér er að sjálfsögðu átt við annað en venjulegt samstarf tveggja aðila í
gagnkvæmum ástarsamböndum.