Hugur - 01.01.1995, Síða 144
142
Mikael M. Karlsson
HUGUR
heldur liggja að því að skuggar nái alltaf meðvitund, það er verði
hluti af reynsluheimi okkar.
Að þessu mæltu skiptir það miklu máli að átta sig á að
skuggamyndun er alls ekki fullburða hugarstarfsemi. Sjónskugga-
myndun er til dæmis ekki það sama og að sjá frekar en það að setja
stút á munninn er það sama og að kyssa, né það að gera hlaupa-
hreyfingar með fótunum jafngildi því að hlaupa.24
Hugsum okkur til samanburðar geimfara sem byltist þyngdarvana í
geimnum. Hann getur hreyft fætur sína eins og hann væri á harða
hlaupum, en hann hleypur samt ekki. Hreyfmgar fótleggjanna knýja
ekki líkama hans áfram eins og þær gera þegar um jarðbundið hlaup
er að ræða. Þetta dæmi má nota til að bregða ljósi á hluti sem skipta
miklu máli. Geta fótleggjanna til að framkvæma hlaup með því að
hreyfa sig eins og um hlaup væri að ræða er skilyrt. Starfsemi þeirra,
það er hlaupahreyfingar, leiða aðeins til hlaups við ákveðin skilyrði.
Akveðnar aðstæður eru nauðsynlegar til að fótahreyfingar skili
tilætluðum árangri, það er að segja hlaupi eða hreyfingu af stað. Af
þessum sökum hljótum við að hafna þeirri fullyrðingu að það að
hlaupa sé ekkert annað en ákveðin hreyfing fótanna—að það sé sú
hreyfing sem er átt við þegar við nefnum hlaup. Til þess að sú
fullyrðing fái staðist verður hlaupahreyfmg fótleggja skilyrðislaust að
leiða til hlaups.
Það mun reynast erfitt að skilgreina þær ytri aðstæður sem tryggja
að hlaupahreyfingar fótleggja nægi til þess að eigandinn hlaupi.
Meðal megin skilyrða eru trúlega að standa í fæturna, lítið
umhverfisviðnám, föst jörð undir fótum og viðspyrna. Séu þessi
skilyrði fyrir hendi ættu hlaupahreyfmgar fótleggja að nægja til þess
að knýja líkamann áfram.
VIII
í ljósi þess sem nú hefur verið sagt um getu fótleggjanna til að
framkvæma hlaup, að hún sé skilyrðum bundin, en við föllumst
engu að síður á að við hlaupum með fótunum, þá getur einhverjum
dottið í hug að með sömu rökum megi halda því fram að sjónskyn
sé, þegar öllu er á botninn hvolft, milliliðalaus afurð heilastarf-
semi—að við sjáum með heilanum. Starfi hinn „sjáandi" heili við
24 Ryle ber sjón saman við kapphlaup í Dilemmas, þótt markmið hans sé svolitið
annað en mitt markmið hér; sjá kafla hans sem fjallar um skynjun, „Perception",
bls. 93-110.