Hugur - 01.01.1995, Síða 146
144
Mikael M. Karlsson
HUGUR
f&y
starfsaðila er óhjákvæmileg. Hann er aðili viðskiptanna og verður
ekki vísað af sviðinu né settur bak við tjöldin.26
Svipuðum rökum held ég að megi beita þegar fjallað er um
tilfinningar eins og ást, um hugarstarf, til dæmis það að minnast
einhvers og hugsa, og trúlega einnig um að gera sér eitthvað í hugar-
lund. Hugarstarf af þessu tagi verður ekki smættað í skugga-
myndagerð heilans þar sem öllu öðru er ýtt á bak við tjöldin.
Viðföng allrar þessarar starfsemi gegna, eins og sýnt hefur verið fram
á, afgerandi hlutverki sem viðskiptaaðilar.
IX
Það sem að ofan er sagt um hlut heilans í hugarstarfsemi er í grófum
dráttum á þessa leið: Trúlega getur heilinn, með myndun viðeigandi
skugga, lokið þeim viðskiptum sem kallast að skynja,finna til og
hugsa, og annarri því um líkri hugarstarfsemi, án þess að geta af
sjálfum sér komið þeim viðskiptum í kring. Vera má að heilinn geti
með starfsemi sinni myndað hugsana-, tilfinninga- og skynskugga
milliliðalaust og sé í þeim skilningi líffæri sem fæst við hugarstarf-
semi; en það gerir hann ekki að líffæri hugsunar og hugarstarfs. Með
öðrum orðum er heilinn líffæri ófullburða hugarstarfsemi, ef svo má
að orði komast: Hún er skuggakennd—jafnvel skuggaleg—andspænis
þeirri hugarstarfsemi sem er fullburða og stálslegin. Ef við höldum
okkur við þá skoðun að varmasneiðsjá sýni okkur hugarstarfsemi í
gangi í heilanum, þá hlýtur hún að vera harla ófullburða.
Nú má spyrja, að því gefnu að heilinn sé líffæri einhverrar
hugarstarfsemi (fullburða eða ófullburða), hvort sú starfsemi fari fram
í heilanum. Það kann að virðast augljóst að öll sú starfsemi sem
heilinn annast eigi sér stað í honum. En hugum nánar að þessu: Við
hlaupum með fótunum, en á hlaupið sér stað í fótunum? Hjartað
knýr blóðrásina; eigum við þá að segja að blóðrásin eigi sér stað í
26 Öliu fremur mætti líta á starfsemi augans sem baksviðsskilyrði þess að sjá. Því
hugsanlegt er að tækniþróun skapi verkfæri sem leysi augað af hólmi—verkfæri
sem starfaði eftir gjörólíkum lögmálum; sem byggi til dæmis ekki til ímynd þess
sem er viðfang sjónarinnar eða innihéidi ekkert sambærilegt við stafi og keilur
augans. Það sem slíkt verfæri þyrfti að gera væri að taka við ljósgeislum frá
sjánlegum hluti og sjá heilanum fyrir sömu upplýsingum (boðum) og auga myndi
gera við sömu aðstæður: Með öðrum orðum þyrfti eitthvað að koma í stað augans
og allrar starsemi þess er varðar það að sjá. En ekkert þyrfti að koma í stað
þeirra innri ferla sem eiga sér stað í auganu og því eru þau ekki „ómissandi". En
hvað yrði um sjónina án sjáanlegs hlutar og samsvarandi sjónskugga?