Hugur - 01.01.1995, Page 147
HUGUR
Hugsum við með heilanum?
145
hjartanu? Það blasir við að obbinn af blóðrásinni er utan hjartans en í
æðakerfinu, sem er lokað kerfi röra er beinir blóðinu á hringferð sinni
um líkamann.
Trauðla verður séð að einhver skýr merking felist í þeirri
fullyrðingu að hlaup eigi sér stað í fótunum. I raun er erfitt að segja
nokkuð um hvar það eigi sér stað. Eigi að segja eitthvað sem máli
skiptir um staðsetningu hlaups þá er það helst að kveða á um upphaf
þess og lok (hann hljóp þaðan og hingað), eða um rás þess (hann
hljóp meðfram ánni eða yfir háskólalóðina), eða um umhverfi
hlaupsins (hann hljóp í skóginum eða á íþróttavellinum). Trúlega
væri hægt að gera ítarlega grein fyrir öllu því rými sem hlaupari
lagði að baki sér í ákveðnu hlaupi, en er það þar sem hlaupið átti sér
stað? Það virðist harla handahófskennt að segja svo.
Hlaup er aðeins eitt af mörgum fyrirbærum—sem flest eru ósköp
venjuleg og vel þekkt—sem ekki verða staðsett með neinni
nákvæmni. Ég kalla staðsetningu þeirra þokukennda^ Það er
einkenni slíkra fyrirbæra að hægt er að kveða á um vissa þætti
staðsetningar þeirra af umtalsverðri nákvæmni en þegar segja skal
hvar þau séu í raun—hvar þau eigi sér stað að öllu leyti—þá verður
nákvæmnin minni eða engin.
Að sjálfsögðu er hlaupið með tilstilli fótanna og blóðið knúið um
líkamann af hjartanu. En hreyfmg fótleggjanna á sér ekki stað í þeim
sjálfum neitt frekar en hlaupið átti sér stað í þeim, né heldur er
hræring hjartans í hjartanu. Nær sanni er að leggirnir og hjartað
hreyfist. Mér virðist að minnst sé hallað réttu máli með því að segja
að hreyfingar þeirra eigi sér stað þar sem þau eru stödd á þeirri
stundu.
X
Við höfum gert því skóna að tiltekin tegund hugarstarfsemi28 sé ef
til vill komið til leiðar með starfsemi heila. Og næsta víst er að
starfsemi heila fer fram þar sem hann er staddur. Ennfremur virðist að
segja megi um ýmsa heilastarfsemi sem veldur tiltekinni hugarstarf-
27 í „What Do We Think With?“ (bls. 34-40) fjallar Geach um þokukenna
staðsetningu hugsana í tfma, án þess að smíða sérstakt orð um fyrirbærið. f
þessari ritgeð er áherslan hins vegar á þokukenna staðsentingu ýmissa fyrirbæra
(þeirra á meðal ósköp venjulegra fyrirbæra eins og hlaupa) í rými.
28 Það er að segja skuggamyndun, sem er ófullburða hugarstarfsemi.