Hugur - 01.01.1995, Síða 148
146
Mikael M. Karlsson
HUGUR
semi að hún fari fram að því er virðist í ákveðnum hlutum heilans.2^
Hvaða ályktanir verða dregnar af þessum og öðrum bollaleggingum
fyrr í lestrinum um staðsetningu hugarstarfsemi?
Hugum fyrst að fullburða hugarstarfsemi: Hugsun, skynjun og
geðshræringu. Ljóst er að sú starfsemi fer ekki fram í heilanum (þótt
hlutar hennar geri það trúlega). Til þessa liggja tvær ástæður, ekki
óskyldar. Sú fyrri felst í því að fullburða hugarstarfsemi af þessu tagi
felst í viðskiptum sem er komið í kring með þátttöku fjölda sam-
starfsaðila, sem margir hverjir eru utan heilans og jafnvel utan áhrifa-
svæðis hans. Sumir ómissandi aðilar viðskiptanna eru meira að segja
utan líkamans. Hin síðari kveður á um að erfitt sé að staðsetja
viðskipti, jafnvel hin allra hversdagslegustu. Þau eru dæmi um
fyrirbæri sem hafa þokukennda staðsetningu.
Hugum aftur að dæminu um póstviðskipti. Ýmsum spurningum
um staðsetningu þeirra fer ég létt með að svara: Hvar var ég staddur
þegar ég útfyllti pöntunarseðilinn? Hvar var sjálft eyðublaðið? Hvert
var heimilsfang fyrirtækisins sem sendi hlutinn? Eftir hvaða Ieiðum
náði pöntun mín fyrirtækinu? Og eftir hvaða leiðum komst hluturinn
í mínar hendur? En sé ég spurður hvar sjálf viðskiptin áttu sér stað þá
verður mér orða vant. Allar tilraunir til að svara þessu með einhverri
nákvæmni verða óhjákvæmilega geðþóttakenndar. Það væri ekki
fjarri lagi að tilgreina Evrópu ffemur en Afríku, eða á þessari plánetu
fremur en á Mars. En jafnvel með þeirri léttúð sem við leyfum okkur
dagsdaglega, þá liggur ekkert sannfærandi svar í augum uppi.
Á sama hátt vefst fyrir okkur að skilgreina staðsetningu viðskipta
á borð við skyjun og ást. „Hvar unni hann henni?“ er spurning sem
hlýtur ekki gott svar nema að það sé handahófskennt: Svarið er
29 Sem stendur vitum við litlu meira en það að ákveðnar heilastöðvar verða mjög
virkar þegar ákveðin starfsemi hugans á sér stað. Af því leiðir ekki að þessar
tilteknu hugsanir séu framkvæmdar með virkni þessara heilastöðva eingöngu.
Hér er vert að hafa í huga orð hins mikla tilraunalífeðlisfræðings Pierre Flourens
(1794-1867), sem skrifaði (1824): „Heilablöðin, litli heilinn.....mænukylfan,
mænan, taugamar; allir hinir mismunandi og nauðsynlegu þættir taugakerfisins
hafa sérstaka eiginleika, eigið hlutverk, mismunandi verkun og þrátt fyrir hinn
mikilfenglega margbreytileika eiginleikanna, hlutverkanna og áhrifanna, mynda
þeir heildstætt kerfi. Þegar einn hluti taugakerfisins ertist, þá ertast allir hinir;
einn hluti er áreittur, allir eru áreittir. Þetta eru samvirkandi viðbrögð. Eining er
hið ráðandi lögmál; það er hvarvetna; það stjómar öllu. Taugakerfið er semsagt
aðeins eitt stakt kerfi.“; tilvitnun í „Experimental Researches on the Properties
and Functions of the Nervous System in the Vertebrate Animal" í þýðingu (að
hluta) Jules Kann. Prentuð í Wayne Dennis, ritstj., Readings in the History of
Psychology. (New York: Appelton-Century-Crofts, 1948), bls. 139.