Hugur - 01.01.1995, Page 149
HUGUR
Hugsum við með heilanum?
147
örugglega ekki: „í heilanum á sér“! En hér gildir, eins og um önnur
fyrirbæri með þokukennda staðsetningu, að spyrja má spurninga um
viðskipti af þessu tagi sem hægt er að svara með talsverðri
nákvæmni. Hvar varð hann ástfanginn af henni? f París, eða jafnvel í
herberginu sínu í Bouchardonstræti. Hvar var hann staddur þegar hann
unni henni? Uti um allt, en kannski þó alltaf innan Frakklands og
Belgíu. Tökum annað dæmi. Sé spurt: „Hvar sá hann kisa?“ þá er
venjulega átt við: „Hvar var kisi þegar hann sá hann?“ eða: „Hvar var
hann sjálfur staddur þegar kisa bar fyrir augu?“ Slíkum spurningum
má oftast svara. En sé spurt um hvar sjónreynsla hans af kettinum
átti sér stað, þá er spurt um hugarstarfsemi—viðskipti—og
spumingin á sér ekkert nákvæmt svar sem ekki er geðþóttakennt.
Ekkert af því sem hér er sagt felur í sér að þeir gerendur og sú
virkni þeirra sem framleiðir hugarfyrirbæri séu á nokkum hátt óefnis-
kennd eða dularfull. Við höfum enga þörf fyrir ólönd eða ofurrými til
að hýsa hugsun, skynjun, geðshræringu eða póstkröfuviðskipti.
XI
Beinum athygli okkar um stund að þeirri ófullburða hugarstarfsemi
sem ég hef kallað skuggamyndun, sem getur verið milliliðalaus afurð
heilastarfsemi. Fer hún fram í heilanum? Fer til dæmis sjónskugga-
myndun fram í sjónberki? Það er nauðsynlegt að gera skýran
greinarmun á þessari spurningu og hinni, hvort sú heilastarfsemi sem
leiðir til skuggamyndunar fari fram í heilanum eða að minnsta kosti
þar sem hann er staddur hverju sinni. Gerum ráð fyrir að síðari
spurningunni megi svara játandi.30
En segir það okkur að hugsun og skuggamyndun fari fram þar?
Við sáum að hlaup á sér ekki stað í fótunum, eða þar sem fæturnir
eru, þótt fótahreyfmgar komi því til leiðar. Með hvaða rökum má
ætla að skuggamyndun tengist heilastarfsemi á einhvern annan hátt
en hlaup tengist fótahreyfmgum?
Þegar Penfield erti skynbörk vakandi sjúklinga sinna, urðu þeir
fyrir ýmissi reynslu: Þeir fundu fyrir fiðringi í útlimum og víðar.
Þegar sjónbörkurinn var ertur þá lýstu sjúklingarnir sjónreynslu sem
var „nokkuð lífleg en án forms og merkingar—blikkandi ljós, mynd-
30 Þó svo væri, myndi sá sem reyndi að staðsetja slíka heilastarfsemi með
örkvarðanákvæmni, lenda í verulegum erfiðleikum; sjá til dæmis Daniel C.
Dennett og Marcel Kinsboume: „Time and the Observer: The Where and When
of Consciousness in the Brain,“ ásamt umsögnum og svörum, í Behavioral and
Brain Sciences 15 (1992) 2, bls. 183-247.