Hugur - 01.01.1995, Page 152
Ritfregnir
Friedrich Nietzsche: Handan góðs og ills, forleikur að
heimspeki framtíðar. Þýðendur: Þröstur Ásmundsson og
Arthúr Björgvin Bollason. Reykjavík, Hið íslenzka bókmennta-
félag, 1994. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins.
Handan góðs og ills er fyrsta heila ritverk Nietzsches (1844-1900) sem birtist
í íslenskri þýðingu. Hér er á ferðinni þýðing á einu af höfuðritum hans,
Jenseits von Gut und Böse, Vorspiel einer Philosophie der Zukunft, sem er
eins konar tilraun hans til að koma heimspeki sinni á framfæri sem heild. í
Handan góðs og ills fjallar Nietzsche um og gagnrýnir hinar margvíslegu
hliðar mannlífsins og menningarinnar, s.s. heimspeki og heimspekinga,
siðfræði og siðferði, trúmál, evrópska samtímamenningu, konur og samskipti
kynjanna, þjóðrembu og Gyðingahatur, sannleiksleit og sannleiksást og margt
fleira. Arthúr Björgvin Bollason ritar ítarlegan inngang að íslensku
þýðingunni, þar sem hann rekur ævi Nietzsches og fjallar um heimspekiiðkun
hans og ritstörf. Ritstjóri lærdómsrita Bókmenntafélagsins, Þorsteinn
Hilmarsson, ritar eftirmáia.
Róbert H. Haraldsson og Þorvarður Árnason, ritstjórar:
Náttúrusýn, safn greina um siðfrœði og náttúru. Reykjavík,
Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1994.
í Náttúrusýn eru á þriðja tug greina eftir jafn marga höfunda. Viðfangsefnið
er náttúran og ýmis sjónarhorn á hana. Horft er til náttúrunnar frá sjónarhóli
trúar, siðfræði, samfélags, lista og vfsinda. Þá eru í bókinni fjöldi íslenskra
náttúruljóða og eftirprentanir af landslagsmálverkum. Páll Skúlason ritar
inngang og forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir eftirmála.
Étienne Henry Gilson: Inngangur að orðrœðu um aðferð.
Þýðandi: Gunnar Harðarson. Reykjavík, Heimspekistofnun
Háskóla íslands, 1995.
Gilson (1884-1978) er í hópi þekktari fræðimanna á sviði heimspekisögu. í
þessum stutta inngangi veitir hann á einfaidan hátt innsýn í heimspeki
Descartes og sýnir hvemig hinir einstöku þættir hennar tengjast saman í eina
heild. Inngangur þessi veitir yfirlit yfir heimspeki Descartes (1596-1650), en
hann birtist sem inngangur að skólaútgáfu á Orðræðu um aðferð, sem kom út
hjá J. Vrin bókaforlaginu 1970.