Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 11
BÚNAfiARKIT
9
einkenni, því ab fari fjeð að þreytast, þjettast rekstrarnir,
af því að rekið er á eftir, en þá traðka kindurnar hvor
aðra, einkum þær, sem eru aftarlega í rekstrinum.
Pess er áður getið, að mjólkursýra safnist fyrir í
vöðvana á þreyttu fje. Til þess að komast að raun um,
hve sýrumunurinn er mikill í kjöti af þreyttu og óþreyttu
fje, var gerð könnun á talsvert mörgum sýnishornum.
Mjólkursýru-rannsóknunum var liagað þannig, að vöðvakjöt
var marið í mauk og maukið afvatnað, en því næst látið í þröng,
til þess að ná sem mestum safa úr kjötinu. Safanum úr kjöt-
þrönginni var bætt í alvatnið, og þannig gerður all-góður kjöt-
safi. Mjólkursýran var BÍðan könnuð í þessum safa, eftir Fiirth-
og C/iarnass-aðferð6), en hún er aðallega í því fólgin, að kjöt-
Bafinn er losaður við eggjahvítuefnin með edikssýru eða brenni-
steinssýru. Að svo búnu er mjólkursýran elduð (oxyderuð) .með
kalium-permanganat í súru kjötseyði, og breytt þannig í Aldehijd.
Mjólkursýrumegnið or svo kannað með Joð-mælingu’). Ljeki
nokkur vafi á því, að um kjöt af þreyttu fje væri að ræða, var
mjólkursýran jafnan könnuð lauslega (Kvalitativ-könnun)8). Nokk-
uð margar mjólkursýru-kannanir voru gerðar, eftir hinni svo-
nefndu Mo/idsc/ieiíisu)-aðl'erð, en það var gert til þess að kom-
ast að raun um, livort mjólkursýra sú, sam sameinuð er eggja-
hvítuefnunum, ykist nokkuð við þreytuna. Eftir sýrukönnunum
að dæma virtÍBt sýrumegnið ekki aukast, og þess vegna eru
tölurnar ekki tilfærðar í súrkönnunar-skránni.
Skrá yílr nijólkurgyrukönuuii í 24 kjötsafnsýuishornum.
c/o mjólkursýra í safanum.
Safi úr kjöti af óþreyttu fje 0,19 0,20 0,18 0,13 0,17 0,14
— - 0,16 0,14 0,20 0,17 0,19 0,16
Safi úr kjöti af þrcyttu fje 0,26 0,29 0,40 0.32 0,36 0,36
— . — - _ . | 0,31 0,38 0,33 0,36 0,34 0,30
Eins og sjá má af sýrukönnunarskránni, er talsvert
meiri mjólkursýra í kjöti af þreyttu fje en óþreyttu.