Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 15
BÚNAÐARRIT
13
hlutföllin mjög svipuð, að undanteknu einu kjöt-sýnis-
horni, sem súrnaði eft.ir 150 daga, en var þó af óþreyttri
kind.
Áhrif hitans eru augljós, eins og sjá má af geymslu-
skránum. Kjöt af þreyttu fje súrnar að meðaltali eftir
23 daga við 15—18° C, en eftir 10 daga eða skemmri
tíma, sje það geymt, við 20—25° C. Kjöt af óþreyttu
fje, sem súrnaði ekki í 200 daga við 6—8° C, súrnaði
að meðaltali eftir 90 daga við 15 —18° C, en eftir 33
daga, sje það geymt við 20—25° C, eins og sjá má af
geymsluskránni 1919. Ýldugerjun eða rotnun í kjötinu
kemur því fyr til, sem hitinn er meiri, ekki síst í
hinu blóðmengaða kjöti af þreyttu fje.
Geymslutilraunirnar virðast því sanna, að saltkjötið
súrni miklu fyr, sje það blóðmengað og stafi frá þreyttu
fje, en hitt, sem er blóðlítið og laust við þreytuefni,
Tilraunirnar sanna einnig, hve viðtæk áhrif hitinn hefir
á haldgæði, saltkjötsins, eins og nærri mátti geta, því að
smáverugióður sem veldur súr og ýldugerjun, þróast
betur við velgjuna.
Auk geymslutilrauna þeirra, sem gerðar voru á Rann-
sóknastofunni 1918 og ’19, voru einnig gerðar all-margar
saltkjötsgeymslu-tilraunir 1920, en þær voru gerðar til þess,
að komast að raun um, hvenær mætti salta kjötið í síð-
asta lagi. Við geymsluna kom greinilega i ljós, að kjötið
má helst ekki salta síðar en 36 klst. eftir slátrunina,
því að þeim tíma liðnum fara haldgæði þess hröðum
skrefum minkandi með degi hverjum. Við tilraunirnar
kom t. d. í ljós, að kjöt, sem saltað var volgt og hálf-
stirðnað, geymdist öllu betur en kjöt, sem saltað var
4—5 dögum eftir slátrunina. Líklegt er, að smáveru-
gróður og rotnun í kjötinu valdi þessu, enda benda
skemda-einkennin til þess, því sje kjötið saltað gamalt,
verður jafnan vart við ýldu í því, en litið ber á súr-
gerjun. Loks má geta þess um geymslutilraunir á salt-
kjöti, að haustið 1920 valdi Magnús Einarson dýralækn-