Búnaðarrit - 01.08.1922, Qupperneq 26
22
BtiNAÐARRIT
kjötiÖ, varast aö saurga það, og láta uliina koma sem
minst við kjötið. Aðrir menn í vel hreinum fatnaði
ættu að taka kroppinn úr gærunni, hengja hann upp,
fara innan í og gæta þess vandlega, að innýfla-saurinn
komist ekki í kjötið. Sje nú kroppurinn hreinn og að-
eins blóðugur að innan, ber að skola blóðið af honum
með volgu vatni, en reyna að komast hjá því, að lauga
innan úr honum með rýju. Saurgist kjötkropparnir á
stöku stað, verður að lauga af þeim óstirðnuðum með
hreinni rýju og volgu vatni. Best er að þvo aðeins
óhreinindablettina með rýjunni, lauga siðan blettina vand-
lega úr volgu vatni, en ekki allan kroppinn, sje hann hreinn
að öðru leyti. Yerði ekki komist bjá því, að þvo allan kropp-
inn, verður að skvetta á hann volgu vatni eftir þvottinn, og
best væri að geta dælt á kjötkroppana snöggvast BO—50° C.
heitu vatni, eins og tíðkast sumstaðar í nýtísku-sláturhús-
um erlendis. í sláturhúsum vorum mun viðast hvar eiga
sjer stað, að margir kjötkroppar sjeu laugaðir með sömu
rýjunni og úr sama vatni, en eins og nærri má geta,
er aðferð þessi mjög athugaverð. Hittist t. d. á, að fyrsti
kroppurinn, sem laugaður er úr vatninu, sje talsvert
gerlamengaður af kindasaurnum eða uilinni, þá er gerl-
unum roðið á alla þá kjötkroppa, sem þvegnir eru á
eítir honum úr vatninu. Það er því auðsætt, að betra
er að kropparnir sjeu óþvegnir, en að þeir sjeu laugaðir
margir úr sama vatni. Nú getur vel verið, að alment
sje ekki unt að fara svo hreinlega með kjötið í slátrun-
inni, að hægt sje að komast hjá því, að lauga af öllum
kjötkroppunum. Víst er um það, að mikil bót er að
því, að lauga kroppana utan og innan þegar í stað eftir
slátrunina, ef það er gert á skynsamlegan hátt. Eigi
kjötþvotturinn að vera í lagi, verða sláturhúsin að koma
sjer upp vatnshitunarkatli. Best væri að hafa hann uppi
á lofti, svo að komist veiði hjá því, að hafa dælu, því
að fallþungi vatnsins mundi nægja til þess, að veita því á
kjötkroppana með nægum hraða. Með slíku fyrirkomu-