Búnaðarrit - 01.08.1922, Síða 46
42
BÚNAÐARRIT
hentugt, vegna þeas að þá er hætt vifi að ekki sje geng-
ið nægilega vel frá því — það er og mjög áríðandi að
dreifa áburðinum sem jafnast yfir, þar
sem hann á að koma að notum. Er honum þá s a 11 a ð
með hendinni yfir landið, eins og þegar maður saltar
hey og vandar sig að jafnt komi niður. Sjeu einhverjir
köglar í honum eða samruni, verður að mylja þá vand-
lega áður en dreift er.
Þeir sem kaupa meiri áburð en þeir nota samsumars,
verða að gæta þess, að geyrna hann í góðum umbúð-
um, sterkum pokum eða tunnum, þar sem enginn raki
kemBt að. Annars er hætt við að áburðurinn hlaupi í
kekki eða renni.
Raddir hafa heyrst um það, að nú væri ótímabært að
tala um og vinna að notkun tilbúinna áburðarefna, því
nú þurfi að spara innflutning til landsins. Þeim, sem
kann að detta það í hug, verður að eins bent á, að til-
gangurinn með innflutningi og notkun tilbúinna áburðav-
efna er, að spara innflutning og auka fram-
leiðslu. Nú er t. d. á ári hverju fluttar kartöflur til
landsins fyrir á 2. hundrað þúsundir króna. Eftir því
sem næst verður komist, fer verð á þoim tilbúna áburði
ekki yfir 2 krónur, sem nægir í meðalári til framleiðslu
á tunnu af kartöflum. Hver getur reiknað hagnaðinn af
áburðarkauþum fyrir sig? — En þeir sem í sjávarþorp-
um, og þar sem samgöngur eru greiðar, telja sjer trú
um, að áburðarskortur geri ræktun garðávaxta ómögu-
lega, ættu að hugsa sig um einu sinni enn og kveða
síðan grýlu þá niður.
Þeir sem hafa hug á að kynna sjer frekar og notfæra
sjer þekking um áburð, ættu að kaupa bók Sig. Sigurðs-
sonar forseta, „Um áburð", er kom út í hittiðfyrra. Þar
er og um búpenings-áburð, hirðing hans m. m., en það
er eitt af búþrifamálum vorum, sem allir bændur ættu
að gefa gaum. **/■—’22. Valtýr Stefánsson.