Búnaðarrit - 01.08.1922, Side 48
44
BÚNAÐARRIT
Þær Assa, Draga og Víð gengu allar með tveimur
lömbum og voru 7 og 8 vetra gamlar, þær Kerling og
Spáða eru tvílembingar saman undan Össu. 4 gimbrar
veturgamlar vigtaði jeg þá um leið, þær vigtuðu 116,
120, 125, 130 íi>, sú síðasta undan Hetju. Gimbrin undan
Hetju í fyrra, sem þá vög 100 ÍS lamb, vigtaði í haust
vetuigömul 132 ffi.
Fyrstu árin hjer, eða ti) haustsins 1915, var sláturs-
vigt mín á lömbum jafnaðarlega undir 30 eða frá
27—29 ÍS, og fjekk jeg stundum að heyra það á bak
og brjóst af þeim, sem gerðu mest hróp að kynbóta-
starfi mínu. En á það verður að líta, að jeg hefi fengið
töluvert margt tvílembt. Jeg hefi mjög sjaldan látið fal-
legar einlembings gimbrar í kaupstað, hefi sett þær
sjálfur á eða seit þær til lífs. Undan Víking voru aldrei
drepnar vænar gimbrar, sama er að segja um hrút-
lömbin; jeg hefi sett þau sjálfur á eða selt til lífs, og
hafa þau venjulega verið af vænni hrútunum. Reyndar
hefir altaf verið nokkuð af vænum hrútum í sláturs-
lömbunum, en venjulega fleira af tvilembingum og
smælkis-gimbrum. Þrátt fyrir þetta hefir þó sláturs-
vigtin þokast upp á við, og nú seinni árin heflr hún
verið í kringum 30 ® kjöt til jafnaðar og 7—7Va ®
gæra.
Jeg finn ekki ástæðu til að rekja þessar vigtir nánar,
en nefni hjer oitt dæmi, sem jeg hygg að nokkuð megi
byggja á um vigtir nú seinni árin. Jeg vil þá geta þess,
að í fyrra voru lömb mín með besta móti, en tvílemb-
ingar líka með flesta móti. Þá rak jeg i sláturhúsið á
Hvammstanga 40 lömb; þar af voru 28 tvílembingar
og 12 einlembingar. Jafnaðar-vigt á þessum lömbum
var 307» ‘K kjöt og 73/so gærur.
Jeg hefi hjer að framan getið um lörnb, sem jeg þá
átti eftir heima og lifandi vigt þeirrn.
í haust var fje mitt með lakara móti til frálags,
einkum þó dilkarnir, sem stafaði af köldu sumri, en þó