Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 51
BTÍNAÐARRIT
47
næstum því upp. Þessir bannsettu hörðu vetrar koma
sjaldan nema einn í einu, næsti vetur oftast jaröa-
samur, og þá næ jeg venjulega hala mínurn.
í góðum vetrum eyði jeg sjaldan nema röskum hesti
í kind til jafnaðar. Jeg hefi aldrei eytt fyllilega tveim
hestum í kind, nema veturinn 1914. Pá var líka vorið
svo stirt, að ærnar báru allar inni. í fyrravetur eyddi
jeg rjettum hesti í kind, eða sem svarar 100 ?£ af inn-
bundnu heyi, en hey þetta var næstum alt sinuhey úr
bithaga-flóunum, og nokkuð af því hrakið. Til smekk-
bætis gaf jeg svo tvo strokka af bræddri síld i heyið,
yfir alian veturinn. — Jeg get ekki geíið neinar ábyggi-
legar skýrslur um fóðureyðslu i pundatali. Jeg vigta
aldrei handa fjenu, nema þegar það stendur inni yfir
lengri tíma í harðindum. Jeg skal þó gefa hjer upp
nokkrar slikar tölur, þótt þær verði lítið til upplýsingar.
Veturinn 1918 gaf jeg 20 lambgimbrum 28 S af heyi
á dag, frá miðjum nóvember til þorraloka. Þá fengu þær
jörð. Þær hjeldust sæmilega við.
Ám hefi jeg gefið af sama heyi l1/*— 2 ®, eftir aldri
þeirra, og á hvaða tíma það hefir verið, en af því Ijett-
asta 3 —3l/a 'K. Geng hjer út frá viðhaldsfóðri. — Full-
orðnum hrútum hefi jeg vanalega gefið 3 til jafn-
aðar á dag yfir allan veturinn og lambhrútum 27a
Af því, sem hjer að framan er skráð, býst jeg við að
mönnum skiljist það, að til þess að koma þessum fjár-
stofni áfram hnekkjalaust, svo hann gefi góðan arð,
verði að viðhafa alla sparsemi og aðgæslu í fóðrun þess.
Beitilandið, sem fjeð gengur á, vor, haust og vetur,
eru hinir umgetnu flóar. í þeim er töluvert af hrísi,
einkum í jöðrunum, og dálítið af smágerðu broki innan
um það. Einnig er töluvert af stóiþýfðum móum, og er
aðal-gróður þeirra hrís og krækibeijalyng og lítið eitt af
þursaskeggi. Land þetta er all-gott til beitar framan af
vetri. Sje næg jörð, heldst vant beitarfje all-vel við hold,
þó því sje litið eða ekkert gefið fram um jói. Flóana