Búnaðarrit - 01.08.1922, Síða 56
52
BÚNAÐARRIT
um, er goðin áttu, og flestir þeirra eins góÖir og miklir
eins og ímyndunaraflið gat prýtt þá. Sjálfur Alfaðir átti
hest svo góðan, að varla átti hann aðra gersemi því-
líka, enda svo mikill að dauðlegum manni mundi of-
raun að njóta slíks hests.
Jeg tel ekki þörf að tína til fleiri dæmi um hugi for-
feðra okkar til hestanna. Óhugsandi flnst mjer, að þeir
hafi ekki lagt stund á kynbætur með úrvali, en sjálf-
sagt harðir í horn að taka um alla meðferð, enda eru
bein, er fundist hafa í haugum frá 9. og 10. öld, álíka
stór og í íslenska hestinum nú. Þar sem skilyrðin, sem
norski fjarðahesturinn hafði, voru svo lík og á íslandi,
viiðist sennilegt að byggingin hafl verið mjög svipuð og
hún er hjer enn.
Mjög líkt virðist hrossarækt farið hjer á landnáms-
öldinni og söguöldinni, eins og í Noregi vestanfjalls á
þessum tíma. Ekki er unt að segja, hve íslenskir bændur
hafi verið hrossamargir yflrleitt, en auðsjeð er þó, að
hrossunum hefir fjölgað svo fijótt, að á söguöldinni eru
hjer til stór hrossabú, t. d. segir Hænsna-Þóris-saga að
Blund-Ketill sótti varning Austmanna á hundrað hest-
um, „ok þurfti einskis í bú at biðja". Einnig segir
Hænsna-Þóris-saga að Blund-Ketill Ijet eitt sinn, í haið-
indum, reka heim „fjóra tigu hrossa ok hundrað" og
ljet drepa fjóra tigu hrossa, þau er verst voru, og gaf
landsetum sínum fóður það, er þeim var æflað áður.
— Þetta dæmi sýnir bæði að til voru hrossamargir
bændur á þessum tíma og að hrossunum var ætlað
fóður, en ekki er nefnt þarna hvoit hrossunum var gefið
úti eða inni. — Um stóðhross Bjarnar Hítdælakappa er
sagt að þau gengu úti þegar gott var, en var geflð hjá
stakkgarðí „um hríðar8. — Gró á Eyvindará átti hest
þann er Inni-Krákur hjef, 4því at hann var inni hvern
vetur". Viiðist af þessu, að inmfóður hafi þá verið fátíð
þar eystra. Af frasögninni um heimsókn Ófeigs í Skorð-
um til Guðmundar á Möðruvöllum sýnist þó, að þeir