Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 60
56
BÚNAÐARRIT
haft svo mikinn kostnað fyrir stóði sínu, að láta það
ganga 1 afgirtu landi, en miklar hefðu þær torfgirðingar
mátt vera, er hjeldu völdum stóðhestum til lengdar.
Margar frásögur eru til um vel hirt hross, sem gefið
var að vetrinum, en líklegast „út“ í öllum veðurljettari
sveitum landsins. Margir stóðhestar hafa þá verið til í
landinu, því flestar sögur segja frá mörgum stóðhópum,
og Ljósvetningasaga frá BO stóðhestum töðuöldum í
Þingeyjarsýslu, í einum hóp.
Að tilfæra frekar dæmi þessu til sönnunar, virðist
mjer óþarft, því frásagnir um þessa hluti eru svo víða
í íslendingasögunum, að þær mega heita á hvers þess
manns vörum, sem hefir ánægju af fögrum og góðuirr
hesti.
Að sjálfsögðu hefir metnaðurinn í hesta-ötunum valdið
miklu um ástundun fornmanna í hrossaræktinni, en þó
virðist mjer sennilegt að erfiðir aðdrættir, langferðir og
þyngsli á hertýgjum manna og reiðtýgjum hart einnig
átt drjúgan þátt í því og, síðast en ekki síst, þessi
gamli fylgifiskur íslendinga: nautnin að ríða góðum
hesti; enda segir Þorsteins þáttur stangarhöggs, að hann
og faðir hans Þórarinn, seldu reiðhesta: „ok var þeim
helst til fjár, er þeir seldu undan hestana, því at eugir
brugðust at reið nje dugi“.
Ekki þarf að efa, að árangur af hrossa-kynbótum
fornmanna hafi orðið mikill, því stóðhestar voru oft,
fluttir til Noregs og þóttu þar gersemi. Skal þar fyrst
benda á Eiðfaxa, sem fyr er nefndur og mjög var
frægur um Noreg. — Þjóðólfur skáld ætlaði að gefa
Haraldi kóngi Sigurðssyni hest gráan, mikinn og feitan,
er Þjóðólfur hafði flutt til Noregs. — Arons-saga segir
að Sturla Sighvatsson hafi gefið Gaut á Mel hest svo
góðan, að það var margra manna mál, að hann væri
bestur hestur í Noregi. — Fleiri dæmi mætti nefna um
ílutning ágætis hesta til Noregs, og öll luku þau því
lofsorði á íslensku hestana, einkum til víga, að full