Búnaðarrit - 01.08.1922, Side 72
68
BÚNAÐARRIT
hálsinn stífur af feiti. Aö vorlagi heyri jeg þær hryssur tald-
ar feitar, sem hafa sljetta lend, nokkra kjötfyllingu á
baki, þó síðurnar sjeu þunnar fram að bógum, og makk-
inn linaður við herðar sje hrossið „vel mekt í miðjan
háls“. Um tryppi á 2. og 3. vetri tala jeg ekki, þar eru
kiöfurnar enn lægri. Ljót er aðferðin við hrossaræktina
okkar, enda sjer á. Norski fjarðahesturinn (Vesturlands-
hesturinn) var á 13. öld engu meiri en fiændi hans,
íslenski hesturinn, en nú er hann vaxinn svo frá fs-
lendingnum að hann er ca. 5 þuml. hærri, og mjög góð
festa fengin í byggingu kynsins, enda er hann nú mörg-
um sinnum verðmeiri en íslendingurinn. Taka skal þó
fram, okkur til málsbóta, að á síðari árum hafa þessir
norsku hestar haft eitthvað af kjarnfóðri, en það getum
við ekki veitt hestum okkar yfirleitt fyrir kostnaðarsak-
ir. Alt um það erum við óþaiflega iangt á eftir, — okk-
ur til stórskaða og skammar.
íslenska þjóðin er búin að ganga í gengum þær þreng-
ingar, að hún veit af eigin reynd, hvað það er að vanta
lífsbjörg og geta ekki veitt sjer hana. Nú eru, því betur,
fáir í landinu, sem sveita, og því vona jeg að þjóðin
verjist í lengstu lög, sem heild, bæði vegna þjáninganna
sem fylgja skortinum og hve lamað fólk er sem heíir
soltið niður í hor. Nú er það sama að segja um skepn-
urnar og enn fremur, inannskemdin blasir við ef þess-
um rjettiágu þegnum er misboðið, og skaðiun fylgir,
vanalega svo sár að fyllilega nægir að halda bændunum
í fátækt, sem hafa kvalið pening sinn. Þeir verða oft
að borga strax sín syndagjöld. Einhver kann að segja,
er hann les þetta, að hann þekki efnaða menn, sem
hafi oft drepið úr hor. Náttúrlega get jeg ekki svarað
öðru en því að jeg trúi honum vei, því jeg þekki nokkra
slíka einnig, — — en mjer dettur þá i hug, sagan af
,Rauðu kúnni“, sem frú Theodóra Thoroddsen, sagði
svo fallega í Skírni í sumar, að jeg get ekki gleymt
henni. Þá flnst mjer mikið betra að hafa að eins sitt