Búnaðarrit - 01.08.1922, Síða 81
BÚNAÐARRIT
77
er að setjast frá því það var herfað á klaka — með því
að herfa eina umferð um það með fjaðraherfl eða tinda-
herfi. Land, sem tætt heflr verið með þúfnabana árið
áður, þarf að ýfa upp á sama hátt. fyrir sáningu. Yana-
lega fellur það þó saman, að herfa niður áburð í flagið
með þessari herfingu, búfjár-áburð og fosforsýru-áburð.
Rornsáning. Sje korni sáð einu sem undirbúnings-
gróðri, er arðvænlegast að sá þjett, 250—300 kg. á ha.
(80 —100 kg. á dagsl.). Þegar sáð er með hendi, og um
annað verður varla að ræða, er best að skifta flaginu
niður í spildur eða reiti, með því að stinga niður trje-
hælum. Reitirnir mega ekki vera stærri en ca, 500
metrar*. Kornið er svo vegið sjer á hvern reit. Sað-
maðurinn ber kornið í fötu á vinstri armi (hefir höld-
una í olnbogakrikanum). Hann gengur íram og aftur
um reitinn og sáir með hægri heudi fram fyrir sig og
til beggja hliða, ca. 4 metra breiða spildu í hverri feið.
Hann tekur hnefann vel fullan af korni í hvert sinn,
snýr lúkunni upp og handaibakinu niður, þegar hann
sveiflar hendinni og stráir korninu. Best er að sá vel
frá sjer, en ekki niður fyiir tærnar á sjer. Hverri hnefa-
fylli er sáð með tveimur armsveiflum, helmingi til hægri
og helmingi til vinstri, stígur sáðmaðurinn eitt skref
áfrain við hverja armsveiflu, tvö skref nreðan hann sáir
úr hnefanum. Þegar kornsáningunni er lokið, þarf strax
að herfa það niður. Það er gert með fjaðraherfi eða
tindaherfi. Sje flagið svo tyrfið að þessi herfi vilji „sópa“
(draga með sjer), má nota diskherfi, til að herfa niður
kornið, en sje þess þörf, þá or landið í raun og veru of
illa unnið og undirbúið fyrir sáningu.
Að svo búnu er köfnunarefnis-áburði (Noregs-saltpjetri
eða Chile-saltpjetri) dreyft yfir flagið og það valtað.
Qrasfrœs-sáning. Hve miklu þarf að sá af grasftæi á
hektarann, fer aðallega eftir því, hve mikið eða litið er
af góðum lífvænlegum grasrótum í flaginu, hvort gras-
fræið á að vera til hjálpar eða það á að vera eitt um