Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 85
BÓNAÐARRIT
Garðrækt og vandvirkni.
Alstaðar er vandvirkni góð og nauðsynleg, en óvíða
mun hún þó jafn nauðsynleg og í öllu, sem að garðrækt
lýtur. Og má með fullum rjetti halda þvi fram, að við,
sem að garðyrkju vinnum hjer á okkar fagra en kalda
landi, þurfum að vera mun vandvirkari heldur en ná-
granna þjóðir okkar. Og það ekki síst hvað vorverkin
snertir. Liggja til þess þær ástæður, að hjer eru rækt-
unarskilyrðin alment verri en í nágrannalöndunum,
vaxtartíminn styttri o. s. frv.
Viða í Skandinavíu, og sjerstaklega þó í Danmörku,
má heita að sama sje hvernig fræi er fleygt í mold —
það spírar og vex og gefur uppskeru á sínum ákveðna
tíma. En fjarri er því að þannig sje háttað hjer. Við
þurfum að halda á allri þeirri þolinmæði, sem við eigum,
og allri nákvæmni, til þess að mega búast við að fá
fyrirhöfn okkar borgaða. En það lítur, því miður, út
fyrir að fáir skilji þá nauðsyn hjer á landi, því hvergi
hefi jeg sjeð jafn mikla óvandvirkni sem hjer heima á
íslandi. Mun það þó vera að miklu leyti vankunnáttu
að kenna Er það ætlun mín, að sá uppskerubrestur,
sem oft vill verða hjer á landi, sje að miklu leyti aö
kenna vankunnátt.u og óvandvirkni þeirra, sem að garð-
yrkjunni vinna. Hjer þurfa að koma siðaskiíti, og vand-
virkni á að vera fyrsta boðorðið. Vandvirkni og aftur
vandvirkni! Án hennar á garðyrkjan á íslandi ekki mikla
framtíð fyrir sjer.
6