Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 105
BTÍNAÐARRIT
101
hrepp til eftirlits, hafi lít.inn tíma afgangs aö vetrinum
til annars. Þessu er því að svara, að fyrsta vetur getur
vel verið, að hann þurfi mikinn tíma, ef bændur eru
honum erflðir, á einn eða annan hátt. Mjer virðist mönn-
um sett í sjálfs vald, hvort þeir vilji vinna atvinnuveg
sínum gagn eða ógagn. Jeg vona að fiestir þátttakendur
í þessum fjelagsskap, viJji vinna honum gagn, hinir
verði í algerðum minni hluta, sem fari minkandi. Hvað
val eftirlitsmanna snertir, efast enginn um, að hver
sveit reyni að fá sem hæfastan mann og kunnugastan
öllum staðháttum. Þó finst mjer það óþörf grýla, að
eftirlitsmennirnir verði að eins skriffinnar og hjegóma-
menn, sem lítið viti, en ekkert geti, fjelagsskapnum til
þrifa. Kaup þeirra skilst mjer verði ekki mjög hátt, því
þeir þurfa ekki að leggja mikið í námið, minsta kosti
ekki svo að það borgi sig illa, ef þeir leiðbeina bænd-
um og hjálpa með athuganir á ræktun búfjárins.
Þá er álitið að kjarnfóðurkaupin geti verið hagan-
legri, ef margir kaupa í fjelagi, þó einkum, að betur
mætti koma fram ábyrgð á hendur þeim, er kynnu að
selja svikna fóðurvöru, svo sem úldna síld eða brent
síldarmjöl.
Þegar stjórnin samdi síðasta fjárlagafrumvarp, sá hún
sjer ekki fært að verða við styrkbeiðni Búnaðarfjelags
íslands til þessa fjelagsskapar, þrátt fyrir hennar hlýleg
orð í garð hugsjónarinnar.
Auðsjeð er, að bændur verða að treysta á sig eina í
þessu efni — annaðhvort duga eða drepast, eins og það
hefir oft verið kallað, og á undirtektum á sumum stöð-
um sjest, að enn eru margir, sem vilja reyna að tryggja
og bæta atvinnuveg sinn. Nú eru stofnuð 27 eftirlits-
og fóðurbirgða-fjelög, þrátt fyrir alla erfiðleikana. Vel
verði þeim, er brjóta ísinn. — Þó þetta sje ekki mikill
hluti íslenskra bænda, sem eru með í stofnun þessara
fjelaga, vona jeg þó að þetta sjeu nógu góðar undir-
tektir til að fá reynslu í þessum efnum, og samkvæmt