Búnaðarrit - 01.08.1922, Qupperneq 113
BÚNAÐARRIT
109
B. Endurbóta-tillögur. Þaö stendur, því miður,
hvorki í mínu valdi nje annara, að leggja að svo stöddu
góð ráð á, hversu best sje að endurbæta gömlu tor£-
húsagerðina. Um hana er ekkert að finna í útlendum
bókum, en valt að treysta hugmyndasmíði, sem engin
reynsla er fyrir. Þó er það augljóst, að mörg eru vand-
kvæðin við gamla byggingalagið. Yeggirnir voru meira
eða minna rakir mestan hluta árs, einkum neðan til
og í þykkum norðurveggjum þiðnaði aldrei klakinn í
miðjum vegg, að minsta kosti ekki í köldum sumrum
norðanlands. Rakinn spilti aftur stórum endingu veggj-
anna og gerði þá kaldari. — Yeggirnir voru úr svo
óstyrku efni, að þeir gátu hvorki boiið þak nje skil-
rúmin milli hæða í húsinu, og svo sigu þeir endalaust1).
— Þá voru að lokum mestu erfiðleikar á að gera
glugga á torfveggina, bæði vegna þyktarinnar og sigs-
ins. Þetta leiddi til þess, að gluggar voru fluttir upp á
þakið eða á þilstafna, hálfþil o. þvíl. — Þá var og erfitt
að skeyta trje og torf saman. Sæmilega víð gætt var
þrautaráðið, en hún þurfti aftur vinnu og hirðingu á
hverju ári, ef í lagi skyldi vera. Það voru þessir gallar,
miklu fremur en endingarleysið, sem gerðu torfveggi
óvinsæla og urðu þess valdandi, að menn gleyptu við
öllum nýjungum í húsageið. Ef vel á að vera, verðum
vjer að finna ráð til þess, að bæta úr öllum þessum
göllum eða flestum þeirra.
Eflaust verður ekki vel fram úr þessu ráðið, nema
með vönduðum tilraunum. Yjer verðum að byggja veggja-
spotta eða húskofa með öllum þeim gerðum, sem mönn-
um hugkvæmast líklegastar til endurbóta, og láta reynsl-
una skera úr, hversu þær gefast. Um öll lönd gripa
1) Heyrt hefi jeg, að í sumum sveitum vestanlands sje öll
ytri hleðsla gerð úr grjóti og torfi, en innri úr grjóti einu, og
beri hún þá húsið og sigi ekki. Erfitt mun að gera háa veggi
á þenna hátt vegna missigs.