Búnaðarrit - 01.08.1922, Síða 118
114
BÚNAÐARKÍT
sem ekki var allskostar vandalaust smíöi. Þaö verður
þá ekki ýkjamikið á mununum, þó gerður væri þunnur
útveggur úr steypu með sterkum styrktarstoðum i, því
þá slyppi maður við sigið og öll vandkvæði við veggja-
götin. Torfið kæmi svo að innan sem skjólveggur og
nyti sín vel, því það er í raun og veru ófært til þess
að bera þunga, en ágætt til hlýinda. Þá slyppi maður
við vandkvæðin að gera torflð vatnshelt, og steinvegg-
irnir væru ekki svo viðkvæmir að utan, ef eitthvað er
við þá komið, eins og torflð vill ætíð vera. Það er erfltt
að skera úr slíkum vafamálum, nema með tilraunum og
reynslu. Sennilega verða torfveggirnir hentugri þar sem
rista er góð, aðdrættir erfiðir og lítið um gott grjót eða
steypuefni, en önnur gerð, þar sem öðruvísi hagar til.
Hvernig sem torfið er notað, fylgja því þau vand-
kvæði, að eldfimt er það, og verður að fóðrast að innan
í öllum íbúðarherbergjum. Vjer höfum ætíð þiijað húsin
innan, en óheppilegt er það vegna brunahættunnar. Ef
til vill geta steinþiljur úr asbeststeypu, sem nú er farið
að flytja, bætt eitthvað úr þessu.
Mörgum hefir komið það til hugar, að gera veggina
úr þunnri steypu, hlaða síðan torfvegg utan þeirra, gera
hann þykkan, ef til vill grasi gróinn snydduvegg, sem
rynni saman við þakið. Jeg efast um að þetta sje gott
ráð. Það er ókleyft að gera glugga á slíka
veggi. Gaflarnir yrðu að vera þil eða steypa (gluggar)
og þykku torfkamparnir yrðu líklega óásjálegir til beggja
hliða við gaflana. Slík veggjagerð yrði hvorki heilt nje
hálft, og kæmi ekki að notnm, nema á nokkrum hluta
útveggjanna.
Jeg kem þá að lokum að síðasta atriðinu: að gera
torfvegginn að berandi vegg, svo ekki þurfi
stoðir til þess að bera húsþungann. Að nokkru leyti má
gera þetta þar, sem völ er á góðum, leirkendum ofaní-
burði, sem harðnar vel við þurk eða þá á smiðjumó.
Þessi efni væru þá notuð í stað moldar innan í veggn-