Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 126
122
BÚNAÐARRIT
Af því að þessi samanburður nefndarinnar á forar-
ausunni og dælu er fjarri sanni, eftir minni reynslu, og
af því að jeg hygg að þeim, sem mikið nota forar-
áburð, mundi koma vel, að efna sjer forar-ausu í stað
dælu, vil jeg gefa nokkura skýringu á, hvernig þetta
áhald er og hvernig það hefir reynst mjer.
Jeg hefl lengi notað mikið af forar-áburði, frá fjósi,
salerni og bæjarskólpi, og lengstaf notað dælur til þess
að ausa upp úr gryfjunum. Þótti sú aðferð, að dæla
forinni upp i vagnkassa, mikil breyting til bóta, frá því
sem áður tíðkaðist, og sem sumstaðar er gert enn, að
ausa forinni, með smáeysil með skafti, upp í stamp á
handbörum.
Að dæla upp forar-áburði er þó hvergi nærri ann-
markalaust. Ýmisiegt rusl í forunum vefst um blöðk-
urnar í dælunum, þyngir dráttinn, eða stíflar þær með
öllu, svo að taka veiður dælurnar upp úr, til að hreinsa
þær; er það ilt verk og óhreinlegt. Auk þess er mjög
erfitt verk að dæla for upp úr djúpum gryfjum, einkum
þegar lækkar í þeim.
Jeg fann til þes3 nú síðustu árin, þegar daglaun manna
voru komin upp undir 20 kr., að altof mikill tími gekk
til þess, að koma forar-áburðinum út yfir túnið á vorin.
Fór jeg þá að hugsa upp fljótvirkari og hægari aðferð
til þess, og bjó til forar-ausuna. Hún er þannig gerð:
Sívalt trje er reist upp rjett við safngryfjuna og fest
í jörð; eru stög strengd frá toppi þess á þrjá vegu í jörð
niður, til að styðja það. Þarf trjeð að taka upp úr jörð
alt að 4 m. Við hið uppreista trje er festur sveifluás,
trje jafn-langt hinu. Á annan enda þess er gerð klauf,
sem tekur utan um uppreista trjeð niður undir jörð, en
hinn endinn er reistur upp, svo að ásinn hallast um
45°, og er stag fest milli efri enda hans og toppsins á
uppreista trjenu; má þá sveifla ásnum til og frá. Ausan
sjálf er gerð úr steinolíutunnu; er tekið af öðrum enda