Ný félagsrit - 01.01.1857, Síða 56
56
tiM LANDSKETTINDl ISLANDS.
hafi ekki vandlega lesife þa& allt, og tekiö þaÖan sérhvaÖ,
er á einhvern liátt lýsir trúar eÖa kristni siöum í fornöld.
í fyrsta bindi búkar þessarar (Miinchen 1855, 660 blss.)
er kristnisagan sjálf, og endar meö falli Ólafs helga á
Stiklastööum. þeim Islendíngum, sem kunna aö eignast
þessa búk, viljum vér helzt benda á frásögnina um kristni-
boö þeirra Hjalta og Gizurar livíta á alþíngi áriÖ 1000
(I, 411—443), live frásögnin er þar fjörug og lííleg, og
einkar vel náö sögubrag vorum. A bls. 360—373 er
saga HallfreÖar, og er svo vel sögö, eins og væri hún
tekin út úr hug og hjarta þeirra lslendínga, er mest unna
Ilallfreöi, og er af öllu auöséö, aÖ af öllum fornmönnum,
er koma viö kristnisöguna, heíir æfi Hallfreöar runniö
höfundinum hvaö mest til hjarta. I liinu öÖru bindi kristin-
dúmssögunnar (Miinchen 1856, 732 blss.) er lýsíng og
samanburör á liinum forna og nýja siö, þegar heiöni og
kristni mættust; og í viöbæti (bls. 508—558) er ransúkn
um tímatal í hinum helztu Islendínga og Noregskonúnga-
sögum, og þarnæst biskupatal í Noregi, Vestreyjum, Is-
landi og Grænlandi, fram aö 1200 (bls. 551—686), og
síöast (bls. 687—697) eru taldar upp sögur þær og
fornrit, er höfundrinn hefir hagnýtt. Tímataliö í sögunum
hefir höfundrinn vandaÖ einkar mjög, aö þaö væri sem
næst sanni, og komizt í því efni víöast aö þeirri niör-
stööu, sem vér ætlum aö muni vera röttust, svo sem um
ríkisár Ilaralds gráfeldar, og dagataliö nær kristni var lög-
tekin á alþíngi (I, 419). í öÖru bindi bls. 531—540 er
nákvæm ransúkn um daginn, nær orustan hafi staöiö á
Stiklastööum, og kemst höfundrinn aö þeirri niör stöÖu, aö
Ólafsmessa (29. Juli) sé dauöadagr Ólafs, eins og sög-
urnar segja, en ekki 31. August, sem menn hafa viljaö
ráöa af súlmyrkvanum.