Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 4
242 „Guð má vita, hvað þér finnst skemmtilegt,“ sagði drottinn. „Það skal ég segja þér,“ sagði fjandinn. „Þegar ég geng nú svona í garðinum, þá veit ég alltaf hvað kemur, og ég þekki þetta allt fyrir- fram. Ef ég gæti gengið, án þess að vita hvað kemur, það mundi ég kalla skemmtilegt. Því að sjáðu til a „Þey, þey,“ sagði drottinn, „þey, þey, meðan ég finn upp taflið.“ Hann fann það upp og skapaði á augabragði. „Gerðu svo vel,“ sagði hann við fjandann, „þegar við nú teflum, þá veit hvorugur okkar, hvað hinn muni gera né hvor muni vinna.“ „Nei, það gengur ekki,“ sagði fjandinn, „því að fyrst og fremst ert þú alvitur, og þar að auki al- máttugur, og getur því látið mig gera þá leiki, sem þú vilt.“ „Ég hefi takmarkað almætti mitt og alvizku í taflinu,“ sagði drottinn. „Þegar þú hefir ekki það tvennt að styðjast við, held ég, að þú munir tapa,“ sagði fjandinn. „Það er nú gamanið,“ sagði drottinn. Og svo tefldu þeir, og stundum tapaði drottinn og stundum tapaði fjandinn. En dag nokkurn, þegar fjandinn var heppinn, sagði hann: „Ég held, að við ættum að tefla um eitthvað." „Ja, um hvað eigum við þá að tefla,“ sagði drottinn. „Við getum teflt um garðinn DVÖL hérna,“ sagði fjandinn, „blett fyrir blett. Ég hefi alltaf unnið í dag, svo að þú gætir vel gefið mér neðsta hlutann af garðinum, til þess að ég hafi eitthvað, sem ég get lagt undir.“ „Ja, bíddu nú við,“ sagði drott- inn. „Við megum ekki gleyma því, að ég er drottinn, og ef ég skyldi nú tapa meirahlutanum af garð- inum, þá er ég ekki drottinn lengur — nema að nafninu til.“ „Já, skítt með það,“ sagði fjand- inn. „Það eru þá ekki aðrir en þú og ég, sem vita það.“ „Ég vildi óska, að ég hefði haldið alvizku minni,“ sagði drottinn. „Ég er hræddur um, að þú beitir brögð- um. En ég held nú samt, að ég hafi alltaf í fullu tré við þig.“ „Það má djöfullinn vita,“ sagði fjandinn, og svo tefldu þeir, og stundum átti fjandinn, stundum drottinn, meirahlutann af garðin- um. Það valt á ýmsu. Og einn dag sagði fjandinn: „Það er ómögulegt að henda reiður á þessu. Það er engin leið að muna, hvað er mitt og hvað er þitt, þegar þetta breytist í sífellu. Við verðum að halda reikning — skrifa þetta.“ „Mér líkar ekki að láta neitt skriflegt frá mér,“ sagði drottinn. „Það getur fokið burtu og englarn- ir svo fundið það, og hvað mundu þeir þá hugsa! Nei, settu taflið, meðan ég gróðurset skilningstré." Þegar frá leið, fór fjandinn að beita prettum. Drottinn var alltof
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.