Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 17

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 17
D VÖL 255 Nokkrum dögum áður en ég á að leggja af stað, sit ég í rökkrinu niðri í garðinum okkar. Há trjá- girðing skilur garðinn frá setrinu, þar sem Nadénka á heima. Það er enn kalt í veðri, og smá snjóskaflar liggja hér og þar. Trén eru svört á litinn. En ilmur vorsins er í loftinu, og fuglasöngurinn kveður við hvaðanæva. Ég geng að girðingunni og gæg- ist út á milli rimlanna. Nadénka kemur út á tröppurnar og horfir upp í loftið. Hún er áhyggjufull á svipinn. Mildur vorblærinn strýkur blíðlega um föla vanga hennar. Hann minnir hana ef til vill á vindinn, er hvíslaði að henni ást- arjátningunni. Henni verður svo mikið um, að höfug tár hrynja niður vanga hennar. Hún réttir fram hendurnar, eins og hún vilji biðja vindinn að flytja henni aftur þessi orð — bara einu sinni. í sama bili kemur vindhviða, og ég hvísla: „Ég elska yður, Nadja.“ Hvað gengur að Nadénku? Hún rekur upp gleðióp, andlitið verður að einu brosi. Hún teygir úr hand- leggjunum, eins og hún vilji faðma alla veröldina í þakklætisskyni. En svo verður hún aftur rauna- mædd á svipinn og hrópar: „Það er vindurinn. Hann elskar mig þá ekki,“ og hún fer að há- gráta. Ég fer inn og geng til hvílu. Það er orðið langt síðan þessi atburður gerðist. Nadénka er nú gift kona og þriggja barna móðir. En því, sem vindurinn hvíslaði að henni á ak- brautinni forðum: „Ég elska yður, Nadénka," hefir hún fráleitt gleymt. Og um mig er það að segja, að þetta er ljúfasta og fegursta end- urminning ævi minnar. Og nú, þegar ég er orðinn rosk- inn og ráðsettur maður, er mér óskiljanlegt, hvað að mér kom að leika þenna leik — af hverju ég var aðeins að gera að gamni mínu. Hvað er mlkilvægast? „Lærdómurinn," sagði kennar- inn, „því að hann innifelur allt.“ „Listin,“ sagði listamaðurinn, „því að hún sameinar efni og anda.“ „Trúin,“ svaraði prédikarinn, „því að hún er ljós heimsins.“ „Lögin,“ svaraði málafærslu- maðurinn, „því að þau eru vopn réttlætisins." „Peningarnir,“ svaraði banka- stjórinn, „því að þeir eru upp- spretta allra framvæmda." „Framsóknarþráin," svaraði ungi maðurinn. „Starfsgleðin,“ svaraði erfiðis- maðurinn. „Ástin,“ hvísluðu elskendurnir og héldust í hendur. „Fórnfýsin,“ svaraði móðirin og þrýsti barninu að brjósti sér. „Heilbrigðin," svaraði sjúkling- urinn titrandi röddu. „Skemmtanir,“ hrópaði svallar- inn. Og vitvana fábjáninn var einnig spurður, og hann svaraði: „Ég veit það ekki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.