Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 54

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 54
292 hina svokölluðu verksmiðjubú- garða, sem reknir eru af fjárauð- ugum einkafyrirtækjum með gnægð stórvirkra vinnuvéla og hverskonar sérþekkingar. Samvinnubúskapur okkar tíma er því til orðinn vegna nýrra að- stæðna og viðhorfs. Hópur bænda slær sér saman, byggir hús sín í þéttu hverfi, kaupir vélar og notar vinnubrögð stóriðjunnar, en hver einstaklingur heldur heimili sínu sérstæðu og sjálfstæðu að fornum sið. Þeir kjósa sér foringja eða ráðsmann. Á samvinnubúgarðin- um í Casa Grande heitir ráðsmað- urinn Ralph Z. Bealty. Hann er fámáll og látlaus í framkomu, en þróttmikill og vekur tiltrú þeirra, sem við hann skipta. Hann hefir fengið góða menntun við landbún- aðarháskólann í Ohio, en auk þess stundað búskap upp á eigin reikn- ing með góðum árangri. Hann heldur sig við jörðina í orðsins bezta skilningi. Ríkið leigði bændunum í Casa Grande jarðarafnotin „í því skyni, að landið verði nytjað sem ein heild með þvingunarlausu og skipulögðu samvinnufyrirkomu- lagi.“ Ákveðinni tölu bænda var gefið tækifæri til að verða þátt- takendur í fyrirtækinu. Fimmtíu bændur gáfu sig fram af frjálsum vilja. Hver fjölskylda hefir sérstakan bústað og sérstakan matjurtagarð, sem hvortveggja er séreign. Hver heimilisfaðir fær mánaðarlega D V ÖI, greidda 65 dollara. Af þessari upp- hæð greiðir hann 2 dollara í hús- gagnaleigu og 8, 10 eða 12 dollara húsleigu mánaðarlega eftir því, hvort hann hefir eins, tveggja eða þriggja herbergja íbúð. Húsin eru þægileg einnar hæöar hús, kjall- aralaus, snoturleg að gerð, bæði úti og inni, með vatnsleiðslu, gasi og rafmagni, en fyrir hið síðasttalda greiðir hver fjölskylda að sínum hluta. Nokkuð af húsaleigunni er endurgreitt, ef hagnaður verður á búrekstrinum eftir árið. Vinnutíminn hefst kl. 7 að morgni og stendur til hádegis, en þá er klukkutíma hlé vegna há- degisverðar. Þá er aftur tekið til starfa og unnið til kl. 6 að kveldi og er þá samvinnudagsverkinu lok- ið.Það.sem eftir er dags,geta menn notað til vinnu í matjurtagörðum sínum, skemmt sér eða hvílt sig, eftir því sem hver hefir löngun til. Fermdum piltum má greiða tvo dollara á dag, ef þeir vinna fyrir búgarðinn, en heimilisfaðirinn einn er skráður félagi í fyrir- tækinu. Kjöt, smjör, mjólk og egg fá heimilin keypt hjá búinu með heildsöluverði, en aðeins á ákveðn- um dögum, kjöt þegar slátrað er vegna markaðssölu, o. s. frv. Garð- meti framleiðir hver fjölskylda sjálf eins og áður er getið. Búgarðurinn stundar fjórar teg- undir framleiðslu: Mjólkurfram- leiðslu, hænsnarækt, nautgriparækt vegna kjötframleiðslu, og akur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.