Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 25

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 25
D VÖL 263 aðarvinur þeirra allra með tölu — Prado, Barreto, Constrim.... Eða þá ráðherranna: „Ég hefi þegar rætt um þetta við Bezerra....“ Annar eins fyrirmaður hafði aldrei heiðrað kotið með heimsókn sinni. Hann var bæði mjög vel menntaður og háttsettur í þjóðfé- laginu. Hann talaði um Argentínu og Chicago rétt eins og hann hefði verið að koma þaðan í gær. Moreira gapti meira og meira af i<ndrun, unz kjálkavöðvarnir hættu að gefa eftir. Þegar hér var komið, tjáði heimasætan þeim feimnislega, að hádegisverðurinn væri til reiðu. Moreira kynnti hann fólkinu. Zilda fékk að heyra þvílík lofsyrði, að hana hafði aldrei dreymt um annað eins, og hjarta hennar fór að slá örar. Eins var lofið um kjúk- lingasteikina, skorpusteikina og jafnvel drykkjarvatnið. „Svona hreint, krystalstært og bragðgott vatn, herra Moreira, er á við bezta vín. Þeir eru sælir, sem geta drukkið slíkt vatn eins og þá lystír.“ Heimafólkið leit hvað á annað. Aldrei hafði því dottið í hug, að það ætti í fórum sínum annað eins ágæti, og allir dreyptu hver í sínu lagi á vökvanum, eins og nú væri þeir að bragða á þessum goðadrykk í fyrsta sinn. Zico smjattaði jafn- vel. Donna Izaura var utan við sig af ánægju. Lofið um matinn sigraði hjarta hennar og endurgalt henni allt erfiðið ríkulega. „Þarna getur þú séð, Zico, hvað menntun er,“ hvíslaði hún að syni sínum. „Þetta er sannarleg fágun.“ Þegar búið var að drekka kaffið, sem gesturinn sagði að væri „in- dælt“, bauð Moreira honum að ríða út með sér. „Það er ómögulegt, góði maður. Ég ríð aldrei út strax eftir matinn. Það veldur mér cephalalgia.“ Zilda roðnaði. Hún roðnaði allt- af, þegar hún heyrði orð, sem hún ekki skildi. „Við förum í kvöld. Mér liggur ekkert á. Ég kýs heldur að ganga um aldingarðinn; það hefir góð áhrif á meltinguna." Þegar húsbóndinn og gesturinn voru lagðir af stað út í aldingarð- inn, fóru þau Zilda og Zico að leita í orðabókinni. „Það er ekki í s-unum,“ sagði hann. „Gáðu þá í c-in,“ svaraði hún. Loksins fundu þau orðið. ,,Höfuðverkur — jæja, hvernig lízt þér á? Þetta var þá allt og sumt!“ í útreiðunum um kvöldið lofaði Trancoso allt, sem fyrir augun bar, bóndanum til mikillar furðu. Hann hafði aldrei áður heyrt jörð sinni hrósað. Efnaðir kaupendur voru venju- lega með nefið niðri í öllu og sáu ekki annað en það, sem miður fór. Sæju þeir einhvers staðar lægð, töluðu þeir ekki um annað en jarð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.