Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 15

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 15
n völ 253 nær dauða en lífi. Hún er náföl og heyrist varla draga andann. Ég hjálpa henni að standa upp. „Þetta fær mig enginn til að gera aftur,“ segir hún og lítur á mig hræddum, galopnum augum, „— aldrei, hvað sem í boði er. Ég var rétt dauð.“ En andartaki síðar áttar hún sig og horfir spyrjandi á mig. Var það ég, sem hvíslaði að henni orðunum fjórum, eða var það vindurinn? Ég stend við hlið hennar, totta pípuna mína og horfi á vettlinginn minn. Hún stingur hendinni undir handlegginn á mér, og við göngum fram og aftur undir brekkunni. Var orðunum hvíslað, eða var það mis- heyrn? Já eða nei. Þýðingarmikil spurning, sem varðar líf hennar og alla hamingju. Hið þýðingar- mesta í heimi. Nadénka horfir á mig. Hún er óþolinmóð og stúrin. Hún svarar út í hött og biður þess, að ég segi eitthvað meira. En svipbrigðin á andliti hennar má lesa eins og í opinni bók. Ég sé, að hún á í stríði við sjálfa sig. Hún vill segja eitt- hvað, spyrja einhvers, en kemur ekki orðum að því. Hún er feimin, hrædd. ... hún er glöð og. .. . „Heyrið þér,“ segir hún loks, án þess að líta á mig. „Hvað er það?“ spyr ég. „Ættum við ekki að fara aðra ferð?“ Við förum að fikra okkur upp brekkuna. Aftur set ég Nadénku föla og skjálfandi á sleðann, í annað sinn steypum við okkur niður í hyldýpið, öðru sinni hvín stormurinn fyrir eyrum okkar, og ég hvísla, á meðan sleðinn þýtur áfram með leiftur- hraða: „Ég elska yður, Nadénka.“ Þegar sleðinn nemur staðar, rennir Nadénka augum upp í brekkuna, sem við runnum niður, svo horfir hún lengi á mig, hlustar á þýðingarlaus orð, sem ég segi, og það er eins og stúlkan, ásamt skinnhúfunni og handskjólinu, verði öll að einu spurningarmerki. Á andliti hennar eru skráð skýrum stöfum þessi orð: „Ég vil fá að vita það. Hvor þeirra hvíslaði orðunum, hann eða vind- urinn?“ Óvissan veldur henni þjáningu og gerir hana eirðarlausa. Hún þegir og er angurvær á svipinn. Hún er að því komin að falla í grát. „Mér — mér þykir svo gaman að aka hér á sleða,“ segir hún og roðnar upp í hársrætur. „Eigum við ekki að fara eina ferð enn?“ Hún segist hafa gaman af þess- um sleðaferðum, og þó er hún enn náföl og skjálfandi, er hún sezt á sleðann. Við rennum okkur niður brekk- una í þriðja sinn. Ég sé, að hún hefir ekki augun af vörunum á mér. Ég tek upp vasaklútinn minn, held honum fyrir vitum mér og hósta. Þegar við erum í miðri brekkunni, hvísla ég:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.