Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 65

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 65
DVÖL 303 lengi yfir, en sleðinn nam aldrei staðar. Loksins sá hún bjarma, eftir margra, margra stunda ferð, að henni fannst. Það voru þök nokkurra tjalda, með háum snjó- veggjum, en inni í þeim brann ljós. Svo heyrði hún mikið hundagelt og mannamál. Hún vissi, að Peeguk reyndi að lyfta henni af sleðanum, en féll í fönnina og lá hreyfingar- laus. Framhaldið var henni draumur. Þegar hún vaknaði, var henni hlýtt, henni fannst fara þægilega um sig, og Hinn síðkomni svaf við hlið hennar. Hún lá alveg kyrr, athug- aði tjaldið með hálfluktum augum og naut þess að finna orkuna streyma á nýjan leik um líkamann. Stormurinn var þagnaður. Peeguk lá á bakið skammt frá henni, augu hans voru lokuð og frostblöðrur til og frá um andlitið. Hvítur mað- ur sat nærri Peeguk — hann horfði alls ekki á þau, en reit í eitthvað, sem Oomgah vissi að var bók. Hún braut heilann um hvaðan hann fengi skriftina, sem hann reit í bókina. Ofn stóð innst í tjaldinu, og hún kannaðist við lykt brenn- andi lýsis — undarlegs lýsis. Lampi hékk niður úr mæniásnum, en þessi mæniás var annars stærsta tré, er Oomgah hafði séð á æfi sinni, ef frá er talinn hvalfangarinn, sem hún hafði séð við Auðnarey. Þarna voru hlaðar af köðlum og alls kon- ar kössum. Hvíti maðurinn var rauður í andliti og rauður um hendurnar, með stutt, brúnt skegg, en augu hans voru grá eins og sjórinn, þegar snjórinn kemur og svörtu svanirnir flýja til suðurs. Annar maður kom inn, leit á gestina og rétti hinum manninum einhverja smáhluti, alhrímaða. — Þessir smáhlutir voru rannsakaðir með mikilli nákvæmni, og að því loknu var meira skrifað í bókina. Nýkomni maðurinn sagði eitthvað og fór svo út aftur. Litlu seinna stóð maðurinn með rauða andlitið á fætur og nam staðar við hlið Oomgah. „Þér líður betur núna?“ Hann talaði Husky-mállýzku, dálítið stirða en vel skiljanlega. Hún kinkaði kolli. „Hvað heitirðu?" „Oomgah.“ Hún snart brjóst sitt. „Þetta er Pyack, nú níu mánaða gamall.“ Maðurinn brosti. „Ég hefi séð Pyack. En hver er þessi maður?“ „Peeguk, bóndi minn.“ „Eruð þið komin langt að?“ Oomgah vissi það ekki. „Við yfir- gáfum ísinn fyrir tveim tunglum, végna þess að þar var engan mat að hafa lengur. Hvaða staður er þetta?“ Macgregor hóf loðnar augna- brúnirnar lítið eitt. Stjórnin 1 Ot- tawa hafði sent hann hingað, til þess að mæla hita og úrkomu og yfirleitt til þess að safna þeim fróð- leik, sem fást mætti, um þennan stormasama landshluta. — Hann skildi, að þessir Eskimóar myndu vera strandbyggjar, en aðseturs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.