Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 62

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 62
300 D VÖL En hvergi fundust nein merki hreindýra. Dag eftir dag knúöi hann hunda sína yfir auðnina, og kvöld eftir kvöld var þreytan og vonsvikin það eina, sem borið var úr býtum. Rifin í hundunum stóðu út eins og spenntir bogar, skoltarn- ir voru þurrir og ekkert nema sinar og bein, eyrun lágu flöt á hold- lausri kúpunni og herðablöð þeirra rákust í rostungshúðarklafana. Einn morgun fann hann aðeins fjóra hunda í stað fimm, og viku síðar voru þeir ekki orðnir nema þrír. Þrír fullfrískir hundar geta ekki dregið sleða með konu, barni og búslóð, hvað þá þegar þeir eru skinhoraðir og langsoltnir. Þessi beizka vissa bjó í hug Peeguks, er hann horfði á konu sína. „Ég drep einn þeirra,“ sagði hann eftir klukkustundarþögn. Oomgah þrýsti Hinum síðkomna ofurlítið fastar að sér. Maðurinn getur ekki ferðazt án hundanna. í heimskautalöndunum sveltur sá, sem ekki getur ferðazt, ásamt þeim, sem eru honum áhangandi. Hins vegar var enginn mjólk lengur í brjósti konunnar, aðeins móður- ástin, og Pyack varð ekki alinn á ást. Hann væri feitur, ef það væri hægt, mjög feitur. Hún skelfdist við tilhugsunina um það, sem framundan beið. „Getum við ekki beðið einn dag enn?“ „Hundarnir bíða ekki. Ég hefi aldrei vitað til þess fyrr, að hund- arnir ætu hver annan. Það er mik- ið hungur.“ Hinn síðkomni kjökraði veiklu- lega og Oomgah fann litlu varirnar bifast leitandi við brjóst sitt. „Ó-já, bóndi minn! En hvað svo?“ Hann fitlaði við hinn gagnslausa skutul. „Það getur verið að storm- inn lægi. Þangað til rífa hvítu ref- irnir hver annan í sig í fylgsnum sínum, og ekkert kvikt lætur á sér bæra.“ Næsta morgun skreið hann út og horfði svipdapur á hundana sína, sem hálfskeflt var yfir. Lítil augu þeirra hvíldu óaflátanlega á hon- um. Hvern þeirra ætti hann að drepa? Hann gat ekki drepið for- ustutíkina með svörtu eyrun. Hin- ir tveir voru yngri. Með þunga beizkju í hjarta nálgaðist hann þann, sem nær lá, en hungr- uð skepnan skynjaði morðsvipinn í augum hans og hörfaði undan. Hann kastaði skutlinum og — hæfði ekki. Hann, Peeguk, hæfði ekki! Þá rankaði hann við sér. Það var orðið of seint að aðhafast nokkuð. Hundarnir trítluðu herskáir um- hverfis hann, utan skotfæris. Þeir voru honum jafnvitrir og unnu hinu þjáningafulla, harðfenga lífi jafn heitt. Framvegis yrði það hundur gegn manni, og hvílíkan endi gat það ekki haft! Hárin risu á beinaberum hryggjum hund- anna, kuldi læstist um hjarta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.