Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 45

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 45
DVÖL 283 er þeir höfðu lokið rannsóknum sínum, og dvelur úti til 1760 við samningu Ferða- bókarinnar og ýmis vísindastörf. Þá fer hann heim og sezt að í Sauðlauksdal hjá Rannveigu systur sinni og séra Birni, manni hennar. Dvelur hann þar næstu fjögur ár við margskonar ritstörf, en þarf þá enn að fara utan til frekari undir- búnings á útgáfu Ferðabókarinnar, og er hann í þeirri för tvö ár. Árið 1767, þá er hann kemur heim úr fjórðu utanför sinni, verður það tvennt að honum er veitt varalögmannsembættið sunnan og aust- an lands og hann kvænist Xngibjörgu Guðmundsdóttur sýslumanns á Ingjalds- hóli, Sigurðssonar. Sátu þau veturinn eft- ir í Sauðlauksdal, en ætluðu að flytja bú sitt vorið eftir suður yfir Breiðafjörð að Hofsstöðum í Miklaholtshreppi; en í þeirri ferð drukknaði Eggert, ásamt konu sinni og skipshöfn allri, rösklega fertugur að aldri. Eggert var maður hins nýja tíma, fram- sýnn og framsækinn, áhugasamur um flest það er horfði til hins betra, fullur trúar á auðsuppsprettur landsins, síhvetj- andi almenning til starfs og dáða. Hinn fyrsti raunverulegi endurreisnarmaður ís- lenzkrar tungu, þjóðlífshátta og þjóð- ernistilfinningar, fyrirfari Baldvins Ein- arssonar og Fjölnismanna. Auk hinna náttúrufræðilegu bóka sinna, reit hann Matjurtabók og Drykkjabók og bók um réttritun íslenzkunnar. Einnig ritaði hann rúnaskýringar og lýsingar á ýmsum forn- menjum, ásamt fjölmörgu fleiru. Hann var ekki stórfellt skáld, en hann neytti hagmælsku sinnar til þess að yrkja um áhugamál sín sumhver og tókst með þeim hætti að ná óvenjumiklum vinsældum. í helzta kvæði sínu, Búnaðarbálki, sem er 160 erindi og í þremur köflum, lýsir hann búnaðarháttum landsmanna og þeirri hollustu og menningu, er sé sveitalífinu samfara. Hvetur hann til aukinnar bú- andmenningar og trúar á gróðurmoldina og landið, í margvíslegum skilningi. Þykir honum of mikil lausung á öllum þjóð- lífsháttum og amlóðaskapur almennings og undirgefni við margvísleg útlend áhrif keyra úr hófi. Að þessu efni kemur hann víða í kvæðum sínum, þó í rýmri merk- ingu sé, s. s. í íslands-sælu, þar sem þessar alþekktu línur finnast: „Þó að margur upp og aftur ísland níði búðarraftur, meira má en kvikindiskjaftur kraftur guðs og sannleikans." Sökum þessarar góðu eiginleika varð minning Eggerts hugfólgin alþýðu manna, og um hann mynduðust sagnir, sem bera glöggt vitni um hjátrú manna og oftrú á þessu óskabami sínu. Menn trúðu því ekki að hann hefði farizt; heldur 'mundi hann hafa hrakið í fjarlæg lönd, og síðar- meir mundi hann koma heim til íslands á ný. En þó að átrúnaður almennings væri mikill, orkaði hann ekki að reisa Eggert frá dauðum. En andi hans hefir lifað með þjóðinni, og þess er að vænta á þessum tímum voveiflegra atburða og tímanlegra þrenginga, er leggja svo mjög í hættu sjálfstæðismeð- vitund einstaklinga og þjóðar, muni lifa með okkur nóg af anda hins framsýna heilbrigða, ættfasta íslendings, er megni að beina hugum almennings að aftur- hvarfi til náttúrunnar og landsins á nýj- an leik. Þó að Eggert Ólafsson væri ekki mikið skáld, þá þótti rétt að láta sýnishorn af kveðskap hans koma fram í þessum greinaflokki, til ábendingar hinni ungu kynslóð. Ef við ættum ætíð hóp manna með áhugaeld og fjölhæfni E. Ó., er kalla mætti samnefnara alls þess, sem bezt er með þjóð okkar, — þá væri tunga okkar, menning og þjóðemi aldrei í hættu statt. Með þeirri ósk, að svo megi verða, lýk ég þessum þáttum, er birzt hafa í Dvöl tvö undanfarin ár. Bið ég þá af lesendum heila að njóta, er hafa hlotið af þeim lítilsháttar dægrastytting eða einhverja uppfræðslu. Sveinn i Dal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.