Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 30

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 30
268 D VÖL Moreira hné örmagna niður i stól og missti bréfið á gólfið. Svo þaut blóðið fram í kinnarnar og augun leiftruðu. „Djöfuls hundurinn!“ Ldftkastalarnir hrundu allir í einu. Dóttirin tárfelldi, móðirin for- mælti og feðgarnir voru ofsareiðir. Zico lýsti því yfir, að hann ætlaði á svipstundu að leggja af stað til þess að leita þessa svikara og jafna á honum. „Vertu þolinmóður, drengur minn. Jörðin heldur áfram að snú- ast og ég hitti þrjótinn áreiðanlega fyrr eða seinna og þá skal ég jafna okkar sakir.“ Vesalings loftkastalarnir! — Spænsku skrauthallirnar, er reist- ar voru af allsnægtum eins mán- aðar, hrundu til grunna og voru ekki annað en skuggalegar og yfir- gefnar rústir. Donna Izaura syrgði kökurnar, smjörið og kjúklingana. Þetta reiðarslag lék Zildu eins og fellibylurinn leikur blómagarðinn. Hún fékk sótthita, lagðist í rúmið og varð horuð og guggin. Nú end- urlifði hún í huganum allt það sorglega, sem hún hafði lesið um í skáldsögunum, og sjálf var hún altaf fórnarlambið. Stundum datt henni í hug að fremja sjálfsmorð, en að lokum vandist hún tilhugs- uninni, og hélt áfram að lifa. Hún reyndi það nú, að fólk deyr ekki af ást, nema í skáldsögunum. — Þá er lokið sögunni, fyrir þá, sem í stúkunum sitja, en eftir er ofur- lítið handa þeim, sem sitja í „bak- sætunum". Fólkið í dýru sætunum er vant að gera sig ánægt með að fá góð atriði, framsett af smekk- vísi. Það kemur inn í leikhúsið eftir að sýning er hafin og fer út aftur áður en komið er að eftirmálanum. En það er öðru máli að gegna með þá, sem í baksætunum sitja. Þeir vilja njóta allrar sýningarinnar, svo að þeir fái eins mikið og mögu- legt er fyrir fé sitt. í sögum og sögnum heimta þeir nákvæma greinargerð. Þeir vilja fá að vita — og það er ekki nema rétt — hvernig þessi eða hinn herramað- urinn dó, hvort stúlkan komst í hið farsæla hjónaband, hvort mað- urinn seldi eignina, og þá fyrir hvað mikið. Þetta er mannleg og mjög virð- ingarverð forvitni. Seldi Moreira jörðina sína? Því miður verð ég að játa, að hann gerði það ekki. Þau mistök skeðu á þann ótrúlegasta hátt, sem fjandanum hefir til þessa getað hugkvæmzt. Vitanlega var Satan með í spilinu. Hver skyldi það svo sem vera annar en hann, sem flæk- ir bandið, einmitt þegar verið er að ljúka við hespuna. Forsjóninni þóknaðist að haga því svo til, að fanturinn Tranco- so vann fimmtiu þúsund í happ- drættinu. Vertu ekki að hlæja. Hvað er því til fyrirstöðu, að það hafi verið Trancoso, úr þvi að ham- ingjan er blind, og hann var með rétta miðann í vasanum? Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.