Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 72

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 72
310 D VÖL reiðsluskóla, til þess að koma henni burt úr Jiinu óholla and- rúmslofti veitingahúslífsins. Og nú sá hann hana. Augu hans drukku í sig yndisleik hennar seytján ára gamallar. Hann fékk hressinguna og hlustaði ákafur á frásögn gestgjaf- ans um dótturina. „Hún er seytján ára — yndisleg stúlka, barnslega saklaus. Guði sé lof fyrir, að uppvöxtur hennar hér hefir ekki haft slæm áhrif á hana.“ „Hún er dásamleg“, sagði Muir. „Hún ber nafn með réttu. Rósa — hún er rós — útsprungin rós.“ „Þetta var einmitt það, sem ég vildi sagt hafa“, sagði faðirinn hrifinn. „Einn sætan, Muir. Nú býð ég. Einn?“ ,,Nei, þakka þér fyrir. Ekki meira!“ Muir gekk þungt hugsandi nið- ur að hafskipabryggjunni. Þar settist han:i niður. Skömmu seinna kornu þær Rósa og móðir hennar. Þegar unga stúlkan sá Muir, brosti hún. Muir fékk lijartslétt. „Hvers vegna er ég ekki dauð- ur“, stundi hann. Svo gekk hann heim í herbergiskytruna sína. Loksins hafði ástin snortið hann. Hún var yndisleg — dásamleg — töfrandi — — seytján ára! Sjálfur var hann nú þrjátíu og fjögurra ára — — og — fylli- raftur. Hann sat hugsi. Svo leit hann umhverfis sig. Þá fyrst skynjaði hann óþrifnaðinn, ólykt- ina og óhreinindin í herberginu. Hann stökk á fætur og sparkaði í stólræfilinn. „Því ekki að reyna“, stundi hann. „Ég get, ef ég vil. Ég hefi aldrei viljað það í alvöru fyrr en nú. En nú — nú vil ég það.“ Davíð Muir þreif hattinn sinn og hraðaði sér til Finlasons læknis. „Þér megið gera við mig, hvað sem yður sýnist, læknir. Ég drekk ekki framar-------nú er það al- vara. Og þér hafið lofað að hjálpa mér-------.“ Það var ekki laust við, að íbú- arnir í Levenford brostu í kamp- inn, þegar þeir sáu Muir, ný- þveginn og nýrakaðan, í notuðum fötum af Finlason. Menn hentu gaman að því, þegar það fréttist, að Muir hefði flutt í gott her- bergi í bezta hluta bæjarins — og menn urðu í vandræðum, þegar það barst út, að ritstjóri blaðsins hefði ráðið hann til sín sem fast- an prófarkalesara. Bæjarbúar sögðu, að þetta gæti ekki varað lengi. Þeir biðu rólegir eftir næstu fréttum. En það leit ekki út fyrir, að eftir neinu væri að bíða. Davíð Muir lifði heiðarlegu og reglusömu lífi, stundaði starf sitt af kost- gæfni og eyddi tómstundunum í herbergi sínu. Fáa grunaði hvað hann tók út — að hann tæmdi bikar þjáning-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.