Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 51

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 51
D VÖL 289 var bundinn, hinn eini á flekanum. Flekinn hafði verið bundinn við skipið með honum, en við skárum hann sundur, er skipið sökk. En nú var orðið svo hert að hnútnum, að mér var ómögulegt að leysa hann, hvernig sem ég reyndi. Hér var sannarlega úr vöndu að ráða. Eina vonin okkar var að fórna einum manni, en nú vorum við orðin of örmagna af fæðuskorti og vatnsleysi til þess að geta fram- kvæmt verkið. „Blake!“ Þótt ég væri máttvana, stökk ég næstum því á fætur. Stúlkan var komin til mín aftur. „Ég verð að segja þér dálítið,“ sagði hún. Hið síða hár hennar féll í bylgj- um niður yfir andlit mitt. Hún sneri sér við og leit kringum sig, eins og hún væri hrædd og ætlaði að segja mér eitthvert leyndarmál. Á næsta augnabliki fékk ég að vita, hvað þetta leyndarmál var, þvi að hún beygði sig niöur og kyssti mig. En hvað munnur hennar var kaldur. Kossinn var eins og svala- drykkur. „Nú veiztu það,“ sagði hún. „Ég elska þig. Bíddu einn dag enn — vegna mín.“ í sömu andrá var hún farin og komin til matsveinsins. Ég sá hana dýfa klút í sjóinn og nudda á hon- um fótinn, sem lá ofan á kistunni. Og nú hugsaði ég ekki lengur um dauðann. Sólin hneig til viðar hægt og hægt, langt bak við skýin, og stjörnurnar gægðust fram úr rof- inu. Umhverfis mig lágu hungraðir menn, hreyfingarlausir eins og trjábolirnir, er þeir hvíldu á. Skugginn af okkur sást greini- lega, þegar leið á nóttina og tungl- ið hækkaði á lofti. „Blake!“ Ég sneri mér í þá átt, sem hvíslið kom úr. Það var Griggs. „Við skulum þrauka einn dag enn,“ sagði hann. Svo leið yfir hann. „Já,“ hvíslaði ég, þegar hann raknaði við. „Við skulum þrauka." Þegar ég sagði þetta, mundi ég ekki eftir því, að síðasti matarbit- inn hafði verið etinn daginn áður, og síðustu vatnsdroparnir voru í tunnunni undir siglutrénu. En ég vildi lifa vegna hennar. Griggs skreið til matsveinsins. „Ástin mín!“ Ég heyrði naumast hvíslið, en ég hafði séð hana koma og það gaf mér nýtt líf. Ég reyndi að leggja handlegginn utan um hana, en gat aðeins snert hana með hendinni. „Elsku vinur,“ hvíslaði hún. „Við skulum ekki láta þá sjá okkur.“ Hún kyssti mig og fór svo áður en ég gæti nokkuð sagt. Rétt í þessu varð mér litið inn í starandi augu Jinks. „Við skulum bíða einn dag enn, áður en ég dey til þess að seðja ykkur.“ Andlit hans sneri frá mér, svo að ég sá ekki framan i hann. Ég var nú ekkert að hugsa um dauð- ann, heldur var hugur minn allur hjá stúlkunni. Hve hún var fögur þarna, alein meðal okkar, þrjátíu skinhoraðra vesalinga. Skyldi hún koma aftur og kyssa mig? Mér tókst að lyfta höfðinu frá flekan- um og snúa mér þannig, að ég sá hana, þar sem hún hallaði sér upp að kistunni og reyndi að sofa. Það gat ekki verið langt til dögunar, ef stjörnurnar blekktu okkur ekki. Öldurnar byltu sér og veltu eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.