Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 68

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 68
30G DVÖL inn í tjaldið'. Macgregor var lengi önnum kafinn þar inni, en allt í einu heyrðist þaðan furðulegur há- vaði. Gamla forustutíkin, sem nú var orðin svo belgmikil, að maður gat ímyndað sér, að hún hefði gleypt Hinn síðkomna, lagði niður rófuna og rak upp langt, alvarlegt spangól. Síðari hluti dagsins leið eins og aðrir dagar. En um dagsetur safn- aði maðurinn með rauða andlitið öllum saman í tjald sitt og skildi dyrnar eftir opnar. Nokkrar stjörn- ur voru þegar komnar upp, en skærust þeirra var sú stjarna, sem Peeguk hafði fylgt. Þegar allir voru seztir niður — Huskyarnir settust svo langt frá Gulhnífungum, sem verða mátti — leit Macgregor á úrið sitt, kinkaði kolli og stakk hendinni síðan inn í andakassann. Peeguk sá ljósin kvikna í flöskun- um fjórum og hélt niðri í sér and- anum. Fyrst heyrðist ekkert merkilegt, aðeins undarleg hljóð og brestir. Svo heyrðist röddin allt í einu rétt hjá þeim. Hún var há, hrein og björt, rödd, sem barst á ósýnilegum vængjum. Hún barst yfir lögð vötn, klettóttar strendur, fannþunga skóga og ómælanlegar snæauðnir. Þetta var barnsrödd. Hún steig af himnum ofan, heimsótti kofa veiði- mannsins, náttstað ferðamannsins, kom alls staðar þar, sem maðurinn dvaldi. ,,En í því byggðarlagi voru fjár- hirðar, er vÖktu úti um nóttina yfir hjörð sinni. .. .“ Þetta söng röddin og hún hélt áfram að syngja, sagði frá stjörnu, sem mennirnir fylgdu meðan heim- urinn var ennþá ungur. Peeguk og Oomgah skildu ekkert, nema það sem var um stjörnuna. Það var svo eðlilegt. Augu Macgregors hvíldu á þessum börnum náttúrunnar. Þau höfðu einnig fylgt stjörnu. Hann sá í anda konu, sem reið asna og hélt ungbarni við brjóst sitt. Með þeirri konu og Oomgah — með barninu frá Júdeu og Hinum síð- komna með gretta, koparlitaða andlitið og svarta hárið — virtist svo greinilegt ættarmót. Lausnar- inn hafði hvílt í örmum Maríu guðsmóðir í hæðum Galíleu, en hví skyldu armar hennar hafa ver_ ið í nokkru frábrugðnir örmum Oomgah, sem sat þarna með svört augun hálflukt, en bak við þau svifu þúsundir spurninga, sem hún fengi aldrei leyst úr? Um þetta var Macgregor að hugsa og hafði því ekki tekið eftir því, að allir höfðu læðst út nema Peeguk og fjöl- skylda hans. Allt í einu rétti veiði- maðurinn höndina djarflega fram og snart kassann. ,,Þetta er mjög leyndardómsfullt. En er ekki hægt að heyra þetta, sem við höfum heyrt núna, ein- hvern annan dag ársins?“ „Það hefir ekki sömu þýðingu neinn annan dag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.